Segir ákvörðun BBC rétta

Gary Lineker.
Gary Lineker. AFP/Oli Scarff

Breska ríkisútvarpið BBC hefur sent Gary Lineker, þáttarstjórnanda Match of the Day, í tímabundið leyfi vegna brots á reglum stöðvarinnar.

Lineker gagnrýndi stefnu breskra yfirvalda í málefnum flóttafólks á Twitter-síðu sinni og hefur fengið mikinn stuðning eftir ákvörðun BBC að senda hann í leyfi.

Ekki eru þó allir ósammála ákvörðun stöðvarinnar en breski auðjöfurinn John Caudwell segir ákvörðun BBC hafa verið hárrétta.

Hann segir á Twitter-síðu sinni að allt fjaðrafokið í kringum Lineker taki athyglina af raunverulegu vandamáli flóttafólks.

„Það er allt í góðu að hafa skoðun og tjá sig á sanngjarnan hátt en þar sem breskir skattgreiðendur borga launin hans á hann að tala Bretland upp, ekki bera það saman við Þýskaland á tímum nasista. Það skemmir ímynd Bretlands.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert