Bjarni: Hefði átt að endurtaka spyrnuna

Í Vellinum á Símanum Sport var rætt um vítaspyrnuna sem fór forgörðum hjá Enzo Fernández í 3:1-tapi liðs hans Chelsea fyrir West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Í stöðunni 1:1 fékk Chelsea dæmda vítaspyrnu. Alphonse Areola, markvörður West Ham, varði spyrnu Fernández.

Tómas Þór Þórðarson vakti athygli á því að Tomás Soucek, miðjumaður West Ham, hafi hlaupið of snemma í vítateiginn, áður en Fernández hafði spyrnt boltanum.

„Ef þeir hefðu verið vakandi í VAR-herberginu þá hefði átt að endurtaka þetta. Hann er með löppina inni í teig.

Hann er á línunni og löppin aðeins inni í teig. Það er rosalega strangt að láta endurtaka þetta en samkvæmt reglum er það þannig,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson.

Vítaspyrnuna og umræðurnar um hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert