Umdeilt atvik átti sér stað þegar að Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, fékk boltann í höndina inn í vítateig í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta gegn Liverpool á Þorláksmessu.
Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, og vermir Arsenal því toppsætið um jólin. Í stöðunni 1:0 fyrir Arsenal fékk Ödegaard boltann í höndina en VAR-herbergið lét sér fátt um finnast og dæmdi ekkert.
Í viðtali eftir leik viðurkenndi William Saliba, varnarmaður Arsenal, að Liverpool hefði átt að fá víti.
„Auðvitað var þetta víti. Ég er þó ekki dómarinn og við verðum að samþykja niðurstöðu hans,“ sagði Saliba.