Úrvalsdeildin samþykkir kaupin á United

Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe. AFP/Valery Hache

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa samþykkt kaup Sir Jim Ratcliffe á 25% hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 

Það er The Guardian sem greinir frá þessu en Ratcliffe, sem er 71 árs gamall, lagði fram tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið hinn 15. október á síðasta ári.

Áður en kaupin ganga formlega í gegn þarf enska knattspyrnusambandið einnig að staðfesta þau en það er talið algjört formsatriði að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.

Breski auðkýfingurinn var met­inn næ­st­rík­asti maður Bret­lands­eyja á ár­inu 2023 en hann er bú­sett­ur í Hamps­hire á suðaust­ur­horni Eng­lands ásamt því að vera með bú­setu í Mónakó af skatta­laga­ástæðum. 

Þá er hann vel þekkt­ur á Íslandi sem stærsti land­eig­andi hér­lend­is og er tal­inn eiga um það bil eitt pró­sent af land­inu, aðallega með jarðakaup­um á Norðaust­ur­landi. Þar á hann meðal ann­ars jarðir við ein­ar átta laxveiðiár, m.a. við Selá í Vopnafirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert