Fór ófögrum orðum um Erling Haaland

Erling Haaland faðmar Gabriel, leikmann Arsenal eftir leik.
Erling Haaland faðmar Gabriel, leikmann Arsenal eftir leik. AFP/Darren Staples

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, fór ófögrum orðum um norska knattspyrnumanninn Erling Haaland, framherja Manchester City. 

Haaland var lítið í boltanum er City og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

Liverpool er komið í toppsæti deildarinnar með 67 stig, Arsenal er í öðru með 65 stig og City er í þriðja með 63. 

„Hann spilar eiginlega eins og leikmaður í C-deild,“ sagði Roy Keane hjá SkySports eftir leik. 

„Fyrir framan markið er hann með þeim betri en gæði hans annars staðar eru svo lítil,“ bætti Keane við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert