Vorum svo linir

Mauricio Pochettino horfir á Ben White, sem skoraði tvívegis í …
Mauricio Pochettino horfir á Ben White, sem skoraði tvívegis í gærkvöldi. AFP/Glyn Kirk

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var afar vonsvikinn með frammistöðu sinna manna þegar liðið steinlá gegn nágrönnum sínum í Arsenal, 5:0, í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Staðan var 1:0 í leikhléi en í síðari hálfleik gengu Skytturnar á lagið og skoruðu fjögur mörk til viðbótar.

„Það er ekki erfitt að útskýra þetta. Það sáu það allir að við vorum ekki samkeppnishæfir allt frá upphafi leiks. Eftir að við fengum á okkur mark var liðið svo lint.

Ég er svo vonsvikinn yfir byrjuninni því við áttum að vera fullir orku og samkeppnishæfari. Við vorum ekki aggressífir og einbeittum okkur ekki í aðstæðum þar sem er auðvelt að finna lausnir.

Þessa vegna er ég svo vonsvikinn,“ sagði Pochettino á fréttamannafundi eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert