Klopp: „Þurfum krísu hjá Arsenal og City“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Isabella Bonotto

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að liðið þurfi að treysta á að Arsenal og Manchester City misstígi sig ætli það að eiga minnstu von um að standa uppi sem Englandsmeistari.

Liverpool tapaði fyrir nágrönnum sínum í Everton í fyrrakvöld, 2:0, og dró um leið umtalsvert úr líkum sínum á að vinna ensku úrvalsdeildina.

„Ég veit ekki hvers vegna ég þarf að svara spurningunni en ég veit hvernig þetta virkar. Þið getið séð töfluna. Við þurfum krísu hjá Arsenal og City.

Við þurfum á því að halda að þau vinni ekki leiki eins og við gerðum ekki í kvöld. Arsenal og City verða að eiga slæm augnablik,“ sagði Klopp á fréttamannafundi eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert