Ten Hag biður um þolinmæði

Kobbie Mainoo er stjarna framtíðarinnar
Kobbie Mainoo er stjarna framtíðarinnar AFP/Ian Kington

Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, biður stuðningsmenn að vera þolinmóðir. Ten Hag segir félagið vera í uppbyggingarfasa og það krefjist þolinmæði.

Manchester United er komið í úrslit FA bikarsins en möguleikinn á Meistaradeildarsæti er nánast úr sögunni. Starf Erik ten Hag hjá félaginu er ekki talið öruggt en Hollendingurinn segir félagið vera með langtíma áætlun til að koma liðinu aftur á toppinn.

Antony leysir Alejandro Garnacho af í leik Manchester United.
Antony leysir Alejandro Garnacho af í leik Manchester United. AFP/Ian Kington

„Við erum með mjög unga leikmenn og þannig byggjum við upp félagið. Það mun taka tíma. Rasmus Højlund, Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo eru allir að spila sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni“.

„Deildin verður erfiðari með hverju árinu og því þurfa leikmennirnir að venjast. Það tekur tíma, ég er óþolinmóður maður en við þurfum að vera þolinmóð“.

United situr í sjötta sæti, 23 stigum frá toppliði Arsenal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert