Fjórði sigur Chelsea í röð

Christopher Nkunku fagnar marki sínu í kvöld með því að …
Christopher Nkunku fagnar marki sínu í kvöld með því að blása upp blöðru. AFP/Glyn Kirk

Chelsea tyllti sér í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar liðið vann sterkan útisigur á Brighton & Hove Albion, 2:1, í frestuðum leik í kvöld.

Chelsea er með 60 stig þegar ein umferð er óleikin og steig með sigrinum stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Cole Palmer kom Chelsea í forystu á 34. mínútu með sínu 22. deildarmarki á tímabilinu.

Varamaðurinn Christopher Nkunku tvöfaldaði forystu Chelsea á 64. mínútu.

Tveimur mínútum fyrir leikslok fékk varamaðurinn Reece James beint rautt spjald í liði Chelsea fyrir að sparka í Joao Pedro eftir að brotið var á James.

Einum fleiri tókst Brighton að minnka muninn. Það gerði Danny Welbeck á sjöundu mínútu uppbótartíma en nær komust heimamenn ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka