Chelsea græðir enn á Hazard

Eden Hazard.
Eden Hazard. AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea er enn að græða á Belganum Eden Hazard þrátt fyrir að hann hafi lagt skóna á hilluna fyrir sjö mánuðum. 

Real Madrid keypti Hazard frá Chelsea á 90 milljónir punda en ásamt því var um að ræða bónusgreiðslur upp á 40 milljónir punda með ákveðnum ákvæðum uppfylltum. 

Þrátt fyrir að Hazard hafi lagt skóna á hilluna fyrir sjö mánuðum og sagt upp samningi sínum gildir samningurinn enn á milli Chelsea og Real Madrid. 

Þar sem Real-liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þarf félagið að borga Chelsea fimm milljónir punda. Real mætir Dortmund á Wembley 1. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert