Frá Barcelona til Chelsea

Julia Bartels fagnar heimsmeistaratitli 19 ára og yngri.
Julia Bartels fagnar heimsmeistaratitli 19 ára og yngri. Ljósmynd/UEFA

Enska knattspyrnufélagið Chelsea er að ganga frá samningi við hina 19 ára gömlu Juliu Bartels. Kemur hún til enska félagsins frá Barcelona á Spáni.

The Athletic greinir frá að Chelsea fái miðjumanninn unga á frjálsri sölu þar sem samningur hennar rennur út eftir leiktíðina.

Leikmaðurinn hefur fengið fá tækifæri hjá afar sterku liði Barcelona, en verið lykilhlekkur hjá varaliði félagsins og leikið vel með yngri landsliðum Spánar.

Hún tryggði U19 ára liði Spánar t.a.m. Evrópumeistaratitilinn í aldursflokknum er hún skoraði sigurmarkið gegn Noregi í úrslitum EM árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert