Foden besti leikmaður tímabilsins

Phil Foden er leikmaður tímabilsins 2023/24 í ensku úrvalsdeildinni.
Phil Foden er leikmaður tímabilsins 2023/24 í ensku úrvalsdeildinni. Ljósmynd/Phil Foden

Phil Foden, leikmaður Manchester City, var valinn besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu 2023/24.

Foden er 23 ára og hefur farið á kostum með þreföldum Englandsmeisturum City sem geta tryggt sér titilinn í fjórða sinn í röð á morgun, með sigri gegn West Ham.

Foden hefur skorað 17 mörk á tímabilinu og lagt upp átta í 34 leikjum hingað til.

 Hann var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins 2020/21 og 2021/22 og var tilnefndur aftur í ár en Cole Pal­mer, leikmaður Chelsea, hlaut heiðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert