Einstakt afrek City sem er meistari

Manchester City er Englandsmeistari fjórða árið í röð.
Manchester City er Englandsmeistari fjórða árið í röð. AFP/Oli Scarff

Manchester City varð í dag fyrsta liðið í sögunni til að verða Englandsmeistari fjögur ár í röð en liðið tryggði sér enn einn titilinn með því að sigra West Ham á heimavelli, 3:1, í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

City endar með 91 stig á toppnum, tveimur stigum meira en Arsenal sem endar í öðru sæti, þrátt fyrir sigur á Everton, 2:1.

Phil Foden byrjaði með gríðarlegum látum því hann skoraði fyrsta markið eftir aðeins tvær mínútur með glæsilegu skoti utan teigs.

Hann bætti við öðru marki 16 mínútum síðar og virtist City ætla að valta yfir Lundúnaliðið. Mohammed Kudus minnkaði hins vegar muninn fyrir West Ham á 42. mínútu með glæsilegu marki úr hjólhestaspyrnu.

Spánverjinn Rodri róaði taugar City-manna með þriðja markinu á 59. mínútu og þar við sat. Hefði City getað skorað mun fleiri mörk á meðan West Ham skapaði sér lítið sem ekki neitt, fyrir utan markið.

Manchester City er Englandsmeistari fjórða árið í röð.
Manchester City er Englandsmeistari fjórða árið í röð. AFP/Oli Scarff
Man. City 3:1 West Ham opna loka
90. mín. Phil Foden (Man. City) fer af velli Heiðursskipting.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert