Lokaorð Klopps í búningsklefa Liverpool (myndskeið)

Jürgen Klopp ræðir við stuðningsmenn Liverpool eftir síðasta leik sinn …
Jürgen Klopp ræðir við stuðningsmenn Liverpool eftir síðasta leik sinn við stjórnvölinn í gær. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp kvaddi í gær leikmenn Liverpool eftir að hann stýrði sínum síðasta leik sem knattspyrnustjóri liðsins.

Félagið skyggndist á bak við tjöldin og fékk að vera fluga á vegg þegar Klopp ræddi við leikmennina í síðasta skipti í búningsklefa Liverpool.

„Ég vil bara segja að ég elska ykkur,“ sagði Þjóðverjinn meðal annars, en hann er hættur störfum eftir tæplega níu ára starf.

Myndskeið af síðustu búningsklefaræðu Klopps sem knattspyrnustjóri Liverpool má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert