Enska úrvalsdeildin búin að finna næsta Klopp?

Fabian Hürzeler á hliðarlínunni hjá Brighton.
Fabian Hürzeler á hliðarlínunni hjá Brighton. AFP/Yuichi Yamazaki

Reynsluboltinn James Milner vill meina að nýjasti stjóri hans Fabian Hürzeler gæti orðið næsti Jürgen Klopp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 

Milner, sem er 38 ára gamall, endursamdi við Brighton fyrr á árinu en nýi stjóri hans Hürzeler er sjö árum yngri eða 31 árs gamall. 

Hürzeler tók við Brighton fyrr í sumar eftir að hafa komið St. Pauli upp í efstu deild Þýskalands. 

Milner fór yfir víðan völl í viðtali við SkySports og nefndi þar að margt sem Hürzeler gerir minnir hann á Klopp. 

Hürzeler er smá líkur síðasta stjóranum [Roberto De Zerbi] en hann minnir mig einnig á Klopp, hann gæti orðið næsti Klopp,“ sagði Milner. 

Klopp og Hürzeler eru báðir þýskir. 

Jürgen Klopp var afskaplega vinsæll hjá Liverpool.
Jürgen Klopp var afskaplega vinsæll hjá Liverpool. AFP/Adrian Dennis
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka