Klár ef kallið kemur frá United

Ole Gunnar Solskjær er klár ef kallið kemur.
Ole Gunnar Solskjær er klár ef kallið kemur. AFP

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Manchester United, er til í að taka við stjórnartaumunum hjá Manchester-liðinu á nýjan leik.

Solskjær hélt fyrirlestur í Ósló í dag og var spurður hvort hann væri til í að taka aftur við United.

„Ég vil yfirleitt ekki tala um störf sem eru ekki laus, en auðvitað væri ég klár í það,“ svaraði Solskjær.

Hann stýrði United á árunum 2018 til 2021 og var leikmaður liðsins árin 1996 til 2007. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari sem leikmaður United og vann Meistaradeildina einu sinni. Honum mistókst hins vegar að vinna titil sem stjóri liðsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert