Erik ten Hag rekinn

Erik ten Hag á hliðarlínunni í gær.
Erik ten Hag á hliðarlínunni í gær. AFP/Glyn Kirk

Erik ten Hag hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United. 

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum rétt í þessu. 

Ten Hag tók við liðinu sumarið 2022 eftir góðan tíma með Ajax í heimalandinu. 

Hann vann tvo titla með Manchester United, deildarbikarinn og bikarkeppnina. Gengi liðsins hefur hins vegar verið afleitt á tímabilinu en það situr í 14. ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stig eftir níu leiki. 

Ruud van Nistelrooy aðstoðarþjálfari mun tímabundið taka yfir liðinu á meðan að félagið leitar að nýjum stjóra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert