Deilur hafa margsinnis komið upp varðandi streymisveituna Twitch er varða fjölbreytt vandamál eða málefni. Veitan hefur ítrekað barist gegn hatursumræðu, óviðeigandi málfari og kynjamisrétti til þess að bæta bæði upplifun streymara sem og áhorfenda.
Þrátt fyrir skýrar stefnur og ítrekaðar tilraunir og herferðir í þeirri baráttu er hatur gegn karlmönnum leyfilegt á veitunni. Twitch stendur nú frammi fyrir ásökunum um kynjamisrétti vegna þessa.
Svo virðist vera sem að fyrirsögn streyma megi fela í sér hatur í garð karlmanna, og karlmanna eingöngu, en Twitter-notandinn shirahiko_ uppgvötaði það.
Engar afleiðingar fylgja því að streyma undir fyrirsögninni „ég hata karlmenn“ en hinsvegar, sé dæminu snúið við, og streymt er með fyrirsögninni „ég hata konur“ þá er sagan önnur. Vefsíðan tekur tafarlaust fyrir það að vísa í hatur gegn konum með fyrirsögn streyma og sprettur upp gluggi sem segir eftirfarandi:
„Þessi fyrirsögn gæti stangast á við hófsemisstefnu Twitch.“
Stefna Twitch í baráttu gegn kynjamisrétti snýst því upp í andhverfu sína með því að leyfa hatursyfirlýsingar í garð annars kyns.
„Twitch segir að hata menn sé í lagi, en ekki snerta konurnar,“ segir Shirahiko í röð tísta þar sem hún hélt áfram að tjá sig um málið en umræða hefur skapast á meðal netverja varðandi málið.
Twitch hefur enn ekki svarað fyrir atvikið en notendur eru margir hverjir sammála um að þarna sé um misrétti að ræða en að sama skapi styðja aðrir netverjar afstöðuna.