Svara gagnrýni þjálfara og fljúga þeim út

Í maí fer fram stórmót í Counter-Strike í Frakklandi.
Í maí fer fram stórmót í Counter-Strike í Frakklandi. Mynd/AFP

Breyt­ing­ar voru gerðar fyr­ir undan­keppni stór­móts­ins í Coun­ter-Strike sem fer fram í Par­ís í maí næst­kom­andi. Mótið sjálft stend­ur yfir í um tvær vik­ur en undan­keppn­irn­ar eru spilaðar al­veg fram að móti.

Sparnaðarráð? 

Þann 23. fe­brú­ar kom til­kynn­ing þess efn­is að ekki væri kost­ur á því að fljúga þjálf­ur­um keppn­isliðanna til Par­ís­ar held­ur þurfi liðið, eða þjálf­ar­arn­ir sjálf­ir, að fjár­magna það.

Venj­an er að 6 meðlim­um keppn­isliða sé flogið á keppn­is­stað en í hverju Coun­ter-Strike liði eru 5 spil­ar­ar og 1 þjálf­ari.

Þessi til­kynn­ing fór ekki vel í alla en gríðarlega kostnaðarsamt get­ur verið að fljúga frá sum­um lönd­um, eins og Bras­il­íu, alla leið til Par­ís­ar.

Marg­ir fremstu spil­ar­ar og þjálf­ar­ar í leikn­um brugðust við á sam­fé­lags­miðlum þar sem spurn­ing­unni hvað móts­hald­ar­ar séu að spara með þessu ráði var velt upp. 

Eft­ir mikla gagn­rýni ákvaðu þó Val­ve og BLAST að snúa ákvörðun­inni við og munu fljúga 6 liðsmeðlim­um til Frakk­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert