Breytingar voru gerðar fyrir undankeppni stórmótsins í Counter-Strike sem fer fram í París í maí næstkomandi. Mótið sjálft stendur yfir í um tvær vikur en undankeppnirnar eru spilaðar alveg fram að móti.
Þann 23. febrúar kom tilkynning þess efnis að ekki væri kostur á því að fljúga þjálfurum keppnisliðanna til Parísar heldur þurfi liðið, eða þjálfararnir sjálfir, að fjármagna það.
Venjan er að 6 meðlimum keppnisliða sé flogið á keppnisstað en í hverju Counter-Strike liði eru 5 spilarar og 1 þjálfari.
Þessi tilkynning fór ekki vel í alla en gríðarlega kostnaðarsamt getur verið að fljúga frá sumum löndum, eins og Brasilíu, alla leið til Parísar.
I wonder what is @BLASTPremier or / @CSGO trying to achieve with this change (not paying the travel expenses for coaches).
— Gabriel Toledo (@FalleNCS) February 23, 2023
Hard to imagine any benefit from this?
Can we have more insight on the reasons please?
Very big change for this lack of communication https://t.co/OqNh8eoKdv
Margir fremstu spilarar og þjálfarar í leiknum brugðust við á samfélagsmiðlum þar sem spurningunni hvað mótshaldarar séu að spara með þessu ráði var velt upp.
Eftir mikla gagnrýni ákvaðu þó Valve og BLAST að snúa ákvörðuninni við og munu fljúga 6 liðsmeðlimum til Frakklands.