Räikkönen á ráspól í Hockenheim

Räikkönen kemur inn á þjónustusvæðið á æfingu í Hockenheim í …
Räikkönen kemur inn á þjónustusvæðið á æfingu í Hockenheim í morgun. ap

Kimi Räikkön­en hjá McLar­en var í þessu að vinna rá­spól þýska kapp­akst­urs­ins í Hocken­heim. Er þetta fyrsti rá­spóll hans í tæpt ár því síðast vann hann tíma­tök­ur tyrk­neska kapp­akst­urs­ins í fyrra. Michael Schumacher á Ferr­ari varð ann­ar og fé­lagi hans Felipe Massa þriðji. Heims­meist­ar­inn Fern­ando Alon­so á Renault varð aðeins sjö­undi í tíma­tök­un­um sem er jafnt hans lak­asta í tíma­tök­um í ár. Betri af­mæl­is­gjöf hef­ur hann lík­lega geta hugsað sér á 25. af­mæl­is­deg­in­um.

Með þessu kætti Räikkön­en liðsmenn sína og mótorsmið liðsins, Mercedes-Benz, en þýski kapp­akst­ur­inn er heima­mót Mercedez og gat tíma­setn­ing fyrsta rá­spóls­ins á ár­inu því ekki verið betri hjá Räikkön­en.

Fyrsta lota tíma­tök­unn­ar var stöðvuð í tæp­ar 10 mín­út­ur eft­ir að Scott Speed missti vald á Toro Rosso-bíln­um í loka­beygj­unni og hafnaði á braut­ar­vegg með þeim af­leiðing­um að brak úr bíln­um dreifðist inn á braut­ina. Massa átti besta tím­ann, var hálfri sek­úndu á Schumacher, Räikkön­en og Jarno Trulli hjá Toyota sem fengið hafði nýj­an mótor eft­ir æf­ing­una í morg­un og fær­ist því aft­ast á rásmarkið.

Vit­antio Liuzzi, Christjan Al­bers, Tak­uma Sato, Tiago Monteiro, Sa­kon Yama­moto og Speed féllu úr leik í fyrstu lot­unni. Með öðrum orðum báðir bíl­ar Toro Rosso, Midland og Super Ag­uri. Og Renault­bíl­ana virt­ist skorta hraða því Alon­so varð fimmti og Gi­ancar­lo Fisichella þrett­ándi.

Ferr­ari drottnaði í ann­arri lotu og Schumacher ók þá hraðast, var 0,3 sek­úndu fljót­ari með hring­inn en Massa. Alon­so átti enn í vanda og fór öðru sinni út í braut­ina til að tryggja sig inn í lokalot­una. Í ann­arri lotu féllu úr Mark Webber, Christian Klien, Trulli, Jacqu­es Vil­leneu­ve, Nico Ros­berg og Nick Heidfeld, þ.e. báðir bíl­ar Williams og BMW.

Í lokalot­unni ók Ralf Schumacher á Toyota inn í hlið Pedro de la Rosa á McLar­en í hár­nál­ar­beygj­unni svo að báðir bíl­ar skemmd­ust og urðu að fara inn að bíl­skúr­um til viðgerða. Á leið út úr bíl­skúrn­um varð Butt­on að grípa til neyðarráðstaf­ana til að fá Ralf ekki inn í sig er hann ók út úr Toyota­skúrn­um að af­lok­inni viðgerð. Skrif­ast það at­vik reynd­ar á aðstoðar­menn Ral­fs en ekki hann sjálf­an því þeir veifuðu hon­um of snemma af stað.

Räikkön­en setti besta tím­ann á öðrum fljúg­andi hring sín­um. Er hann ætlaði að bæta um bet­ur á þeim næsta lenti hann utan braut­ar. Gilti þó einu því hann hélt efsta sæt­inu og vann þvíæ rá­spól fyrsta sinni á ár­inu.

Honda virðist í fram­för þar sem Jen­son Butt­on vann fjórða sætið. Með því bæt­ir hann að ein­hverju fyr­ir hörm­ung­arn­ar í franska kapp­akstr­in­um fyr­ir hálf­um mánuði. Hef­ur hann keppni á und­an Gi­ancar­lo Fisichella á Renault, liðsfé­laga sín­um Barrichello og Alon­so. Ralf Schumacher vann átt­unda sætið, de la Rosa það ní­unda og Dav­id Coult­h­ard á Red Bull það tí­unda.

Niðurstaða tíma­tök­unn­ar í Hocken­heim varð ann­ars sem hér seg­ir:

Áberandi var hversu þunnskipaður bekkurinn var í stúkum Hockenheim er …
Áber­andi var hversu þunn­skipaður bekk­ur­inn var í stúk­um Hocken­heim er tíma­tak­an fór fram. Rétt við enda­markið að bekk­ur­inn var þétt­set­inn. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert