Schumacher ósnertanlegur í óspennandi keppni í Hockenheim

Michael Schumacher og Felipe Massa fremstir í flokki í Hockenheim.
Michael Schumacher og Felipe Massa fremstir í flokki í Hockenheim. reuters

Michael Schumacher var í þessu að vinna þýska kapp­akst­ur­inn í Hocken­heim og Ferr­ari­fé­lagi hans Felipe Massa varð ann­ar. Höfðu þeir gríðarlega yf­ir­burði á önn­ur lið í kapp­akstri sem var sá jafn­leiðin­leg­asti á ár­inu. Þannig virt­ist þýsk­um áhuga­mönn­um sama þótt fjór­ir land­ar þeirra væru að keppa og Schumacher ætti mögu­leika á að styrkja veru­lega stöðu sína í keppn­inni um heims­meist­ara­titil ökuþóra með því að saxa á for­skot Fern­ando Alon­so hjá Renault því stúk­ur Hocken­heimbraut­ar­inn­ar voru hálf­tóm­ar.

Til­gáta Ferr­ariliðsins um að Kimi Räikkön­en hjá McLar­en hefði unnið rá­spól­inn með því að vera með óvenju­lítið bens­ín á tönk­un­um reynd­ist rétt. Af þeim sök­um höfðu Ferr­ari­menn eng­ar áhyggj­ur af því þótt hann hæfi keppni á und­an þeirra mönn­um. Og höfðu greini­lega enga ástæðu til að ótt­ast því Räikkön­en tók sitt fyrsta bens­ín­stopp á tí­unda hring af 67, 10 hringj­um fyrr en bæði ökuþórar Ferr­ari og Renault.

Räikkön­en þaut af stað og var bú­inn að byggja upp sex sek­úndna for­skot er hann tók sitt fyrsta stopp. Varð reynd­ar fyr­ir því að tapa tals­verðum tíma, hátt í 10 sek­únd­um, í fyrsta þjón­ustu­stoppi sínu af þrem­ur vegna erfiðleika við að skipta um vinstra aft­ur­dekk. Ólík­legt er að það hafi ráðið úr­slit­um þótt Räikkön­en hafi að lok­um aðeins verið 13 sek­únd­um á eft­ir Schumacher.

Sig­ur Schumachers er sá fjórði sem hann vinn­ur í Hocken­heim og á sama tíma og hann er óstöðvandi og með engu ógnað átti Alon­so í mesta basli í kapp­akstr­in­um, rétt eins og í tveim­ur síðustu mót­um, Indi­ana­pol­is og Frakklandi. Skorti bíl hans hraða alla helg­ina.

Massa jafnaði sinn besta ár­ang­ur á ár­inu, varð einnig ann­ar í Indi­ana­pol­is, og komst í fjórða sinn á verðlaunap­all á ár­inu.

For­skot Alon­so og Renault minnk­ar

Með tvö­föld­um sigri Ferr­ari minnkaði bæði for­skot Alon­so í keppni ökuþóra og Renaultliðsins í keppni bílsmiða. Þar sem Alon­so varð aðeins 5. á mark og Gi­ancar­lo Fisichella sjötti hef­ur for­skot Alon­so á Schumacher minnkað úr 17 stig­um í 11 og for­skot Renault á Ferr­ari minnkað úr 21 stigi í 10.

Hef­ur Alon­so 100 stig í keppni ökuþóra og Schumacher 89. Renault hef­ur 149 stig í keppni bílsmiða og Ferr­ari 139, en sex mót eru eft­ir af vertíðinni.

Greini­legt þykir að Bridgest­one hef­ur náð yf­ir­hönd­inni í keppni dekkja­smiða. Það þykir skýra að mestu mik­inn fram­gang Ferr­ariliðsins í und­an­förn­um mót­um en Schumacher vann nú þriðja móts­sig­ur­inn í röð. Þó bend­ir ár­ang­ur Räikkön­en einnig til þess að Renaultliðið hafi að und­an­förnu sýnt of mikla íhalds­semi í herfræðinni. Í stað þess að sækja í Hocken­heim eins og McLar­en hef­ur Renault kosið að reyna verja stöðu sína í heims­meist­ara­keppn­inni. Eigi sér ekki sinna­skipti stað þar á bæ blas­ir við að Schumacher og Ferr­ari taki fram úr Alon­so og Renault.

Minnstu munaði að Alon­so félli úr leik er hann lenti út úr braut­inni og út í mal­ar­gryfju er rúm­ir fimm hring­ir voru eft­ir. Tókst hon­um að halda velli og sæti sínu.

Á meðan Renault­menn sleikja sár­in fagn­ar Jarno Trulli hjá Toyota. Vegna mótor­skipta í gær hóf hann keppni af öft­ustu rás­röð en með góðri áætl­un lauk hann keppni í sjö­unda sæti, rétt á eft­ir Fisichella. Loka­stigið vann svo Christian Klien á Red Bull, hans fyrsta stig frá í fyrsta móti árs­ins þar sem hann varð einnig átt­undi á mark. Spurn­ing er hvort þessi ár­ang­ur ná­ist ekki of seint til að hann eigi mögu­leika á að halda sæti hjá Red Bull á næsta ári.

Úrslit­in í Hocken­heim

Staðan í stiga­keppni ökuþóra og bílsmiða

Räikkönen í forystu rétt eftir ræsingu í Hockenheim.
Räikkön­en í for­ystu rétt eft­ir ræs­ingu í Hocken­heim. reu­ters
Schumacher sigri hrósandi í Hockenheim.
Schumacher sigri hrós­andi í Hocken­heim. reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert