Frumsýnir Ferrari ósýnilegan bíl?

Felipe Massa mun frumaka 2007-bíl Ferrari í Fiorano eftir viku, …
Felipe Massa mun frumaka 2007-bíl Ferrari í Fiorano eftir viku, gangi áætlanir liðsins eftir.

Ferrariliðið boðar til frumsýningar 2007-bílsins i verksmiðjum sínum í Maranello sunnudaginn 14. janúar en svo getur farið að bíllinn verði ósýnilegur þar sem hann líkur eru á að hann verði ekki tilbúinn áður en athöfnin rennur upp.

Forsvarsmenn liðsins og ökuþórar verða viðstaddir athöfnina svo sem venja er, en talsmaður Ferrari segir við vefsetrið autosport.com að hugsanlega verði bíllinn ekki til sýnis á „frumsýningunni“.

„Við vitum ekki ennþá hvort bíllinn verður tilbúinn,“ hefur vefsetrið eftir honum. Áætlanir liðsins hljóða upp á að bílnum verði frumekið daginn eftir, 15. janúar, í Fiorano-brautinni.

Frumaksturinn verður á verksviði Felipe Massa en Kimi Räikkönen mun fyrst setjast undir stýri hans viku seinna í Mugello.

Frumsýning Ferrari verður og óvenjuleg að því leyti til að þangað verður engum ljósmyndurum hleypt inn. Þeir fá heldur ekki að vera viðstaddir frumaksturinn á mánudag.

Fjölmiðlar munu aðeins hafa úr að velja ljósmyndum sem Ferrariliðið mun sjálft leggja þeim til.

Með ákvörðun Ferrari fækkar liðunum í fjögur sem ekki hafa ákveðið frumsýningardaga bíla sinna. Eins og staðan er í dag lítur frumsýningataflan annars út sem hér segir:

Lið frumsýning staður
Renault 24. janúar Amsterdam
Ferrari 14. janúar Mugello
McLaren 15. janúar Valencia
Honda 25. janúar Barcelona
BMW 16. janúar Valencia
Toyota 12. janúar Köln
Red Bull 26. janúar Barcelona
Williams 2. febrúar Grove
Toro Rosso byrjun feb.
Spyker
Super Aguri
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert