Räikkönen þarf skriðdreka hjá Ferrari

Massa frumekur 2007-bíl Ferrari sem er enginn skriðdreki.
Massa frumekur 2007-bíl Ferrari sem er enginn skriðdreki. ap

Nýr formúlu­bíll Ferr­ari verður að smíðast eins og skriðdreki eigi hann að þola meðferð Kimi Räikkön­en, að sögn Mario Illien, fyrr­ver­andi mótor­sér­fræðings Mercedes og McLar­en.

„Eng­inn keyr­ir bíl jafn harka­lega, eng­inn sleng­ir hon­um jafn kröft­ug­lega upp á beygju­brík­urn­ar. Ferr­ari þarf að smíða skriðdreka utan um Kimi ef hon­um er ætlað að vinna titil,“ seg­ir Illien við út­breidd­asta blað Þýska­lands, Bild, í dag.

Hann yf­ir­gaf formúl­una árið 2005 og rek­ur nú sitt eigið lið í heims­meist­ara­keppn­inni á mótor­hjól­um, Ilmor MotoGP.

Räikkön­en gekk til liðs við Ferr­ari eft­ir að hafa keppt með McLar­en um fimm ára skeið. Tvisvar hef­ur hann orðið í öðru sæti í keppn­inni um heims­meist­ara­titil ökuþóra. Mjög oft sprengdi hann mótora sem ökuþór McLar­en. Ilmor-mótor­ar Illiens knúðu McLar­en­bíl Mika Häkk­in­en er hann vann heims­meist­ara­titla ökuþóra 1998 og 1999. Þá hafa þeir 11 sinn­um farið með sig­ur af hólmi í banda­ríska kapp­akstr­in­um fræga, Indy 500.

2007-bíll Ferrari frá óvenjulegu sjónarhorni.
2007-bíll Ferr­ari frá óvenju­legu sjón­ar­horni. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert