Skjótið á úrslitin í formúlunni

Vertíðin hófst með æfingum í Melbourne í morgun. Hér fer …
Vertíðin hófst með æfingum í Melbourne í morgun. Hér fer Jarno Trulli á Toyota fremstur, á undan Christijan Albers á Spyker og Nick Hiedfeld á BMW. ap

Nýtt keppn­is­tíma­bil í Formúl­unni hefst næst­kom­andi sunnu­dag. Eins og áður verðum við með leik á formúlusíðunni á mbl.is sem kall­ast „Skjóttu á úr­slit­in“ og þar geta menn giskað á röð manna í hverj­um kapp­akstri fyr­ir sig, en stiga­gjöf í leikn­um er sú sama og notuð er í keppn­inni.

Hægt er að giska á hvernig fer eins oft og sýn­ist þar til klukku­stund fyr­ir keppni, eða til klukk­an tvö aðfaranótt sunnu­dags vegna kapp­akst­urs­ins í Mel­bour­ne. Hvenær sem er má skrá sig inn til að kanna stöðuna.

Stig eru gef­in fyr­ir að vera með rétt­an mann í réttu sæti; jafn mörg stig og veitt eru í formúl­unni sjálfri. Eng­in stig eru gef­in fyr­ir að hafa verðlauna­hafa í röngu sæti.

Sá sem flest stig fær á tíma­bil­inu hlýt­ur að laun­um glæsi­lega Hewlwett Packard-far­tölvu frá Opn­um kerf­um svo nú ríður á að missa ekki úr mót. Hægt verður að skjóta á úr­slit­in tveim dög­um fyr­ir hverja keppni og fram að tíma­töku. Ef marg­ir eru jafn­ir í efsta sæti að loknu tíma­bil­inu verður dregið á milli þeirra.

Útsend­ing­ar um miðja nótt

Bein­ar út­send­ing­ar Sjón­varps­ins frá formúlu­mót­inu í Mel­bour­ne um helg­ina verða tvær. Vegna tíma­mis­mun­ar hefst út­send­ing frá tíma­tök­un­um klukk­an 2:50 aðfaranótt laug­ar­dags og út­send­ing frá kapp­akstr­in­um hefst klukk­an 2:30 aðfaranótt sunnu­dags­ins.

Með kveðju, Formúlu­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert