Räikkönen: „Ég sofnaði næstum því“

Räikkönen svalar þorstanum í Melbourne.
Räikkönen svalar þorstanum í Melbourne. ap

Kimi Räikkön­en hef­ur upp­lýst hvernig það er að aka heil­an kapp­akst­ur með yf­ir­burðum alla leið og án tal­stöðvar­fjar­skipta. Var það hálf­gerð eimsend að geta við eng­an talað og fá í staðinn upp­lýs­ing­ar um gang mála á tölu­bretti sem veifað var af stjórn­borði Ferr­ari er hann ók hjá.

Räikkön­en seg­ir að það að geta ekki við neinn rætt hafi reynt á ein­beit­ingu sína og hún dofnað á köfl­um á hringj­un­um 58.

„Í eitt skiptið, þegar um 10 hring­ir voru eft­ir, dottaði ég næst­um því. Hug­ur­inn reikaði, ein­beit­ing­in dvínaði og ég læsti hjól­un­um og fór of vítt í beygju þrjú. Ég þótt­ist viss um hvað þeir segðu þótt ekk­ert tal­stöðvar­sam­band væri: „Kimi, vaknaðu“, “ seg­ir hann á heimasíðu Ferr­ari.

Räikkön­en vann ekki bara kapp­akst­ur­inn, held­ur tíma­tök­urn­ar líka og setti auk þess hraðasta hring í keppn­inni.

Räikkönen sagði keppnina hafa verið syfjulega.
Räikkön­en sagði keppn­ina hafa verið syfju­lega. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert