Hamilton: lífsins erfiðasta keppni

Hamilton leiddist ekki á verðlaunapallinum í Sepang.
Hamilton leiddist ekki á verðlaunapallinum í Sepang. ap

Lewis Hamilton hjá McLaren fagnaði ákaft öðru sætinu í Malasíukappakstrinum en segir hann þann erfiðasta sem hann hafi tekið þátt í á lífsleiðinni. Annað mótið í röð varð nýliðinn í verðlaunasæti.

Í beinni útsendingu frönsku sjónvarpsstöðvarinnar TF1 frá Sepang sagði franski formúluþórinn fyrrverandi, Jacques Laffite, frammistöðu Hamiltons í Sepang vera einkar áhrifamikla.

Með öðru sætinu á eftir liðsfélaga sínum Fernando Alonso unnu þeir fyrstu „tvennu“ McLaren frá í lokamóti ársins 2005. Þar til nú hafði McLaren ekki unnið mótssigur þar til nú.

Hamilton varð þriðji í jómfrúarmóti sínu, í Melbourne í Ástralíu fyrir þremur vikum. Hann varðist fimlega öllum tilraunum beggja Ferrariþóranna til að taka fram úr.

„Þetta er erfiðasti kappakstur keppnisferilsins. Að sjá tvo Ferraribíla í speglunum, vitandi að þeir væru léttari og örlítið hraðskreiðari, það var afar, afar erfitt að halda þeim fyrir aftan.

Það er ekki hægt að útskýra hversu erfið keppnin var og hitann í stjórnklefanum. Vatnsbirgðirnar þraut á miðri leið og hitinn varð meiri og meiri. Það var gott að hafa nokkuð bil upp á að hlaupa en ég knúði bílinn alla leið.

Liðið hefur unnið gott verk, þeir unnu lengur fram á kvöld en önnur lið og hafa skilið frábæru verki,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn.

Kimi Räikkönen hjá Ferrari dró hann uppi undir lokin en Hamilton haggaðist ekki og komst á undan yfir endamarkið. „Ég var í talstöðvarsambandi við liðið, þeir létu mig vita af Kimi. Ég sá hann ekki í speglunum en síðan sögðu þeir hann sex sekúndum á eftir og minnka bilið um hálfa sekúndu á hring.

Ég varð að halda vel á spöðunum en spara þó krafta til að koma bílnum alla leið. Ég er í sjöunda himni,“ sagði nýliðinn í hálfgerðri sigurvímu.

Hamilton ekur fagnandi yfir marklínuna, rétt á undan Räikkönen.
Hamilton ekur fagnandi yfir marklínuna, rétt á undan Räikkönen. ap
Hamilton sigri hrósandi í Sepang.
Hamilton sigri hrósandi í Sepang. ap
Hamilton og Alonso höfðu ástæðu til að fagna með liðsmönnum …
Hamilton og Alonso höfðu ástæðu til að fagna með liðsmönnum McLaren eftir tvöfaldan sigur í Sepang. ap
Hamilton hrósaði sigri í rimmunni við Massa.
Hamilton hrósaði sigri í rimmunni við Massa. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert