Räikkönen langfljótastur á fyrri æfingunni

Räikkönen (nær) og Massa gefa eiginhandaráritanir í Barein.
Räikkönen (nær) og Massa gefa eiginhandaráritanir í Barein. ap

Kimi Räikkönen á Ferrari var í sérflokki á fyrri æfingu dagsins í Barein. Besti hringur hans var hálfri sekúndu betri en hjá liðsfélaga hans Felipe Massa og næstum sekúndu betri en hjá McLarenþórunum Lewis Hamilton og Fernando Alonso.

Räikkönen lét hálftíma líða áður en hann lagði út í brautina en var þó fyrstur toppmannanna til að keyra hring. Og strax á öðrum hring setti hann tíma sem ekki var betrumbættur. Massa ók ekki fljúgandi hring fyrr en eftir um klukkustund.

Hamilton og Alonso virtust eiga í vandræðum með rásfestu í brautinni alla æfinguna þótt þeir minnkuðu smám saman bilið í Ferraribílana. Alonso lenti utan brautar í tíundu beygju tvo hringi í röð og skrensaði aðeins út fyrir í elleftu beygju. Hamilton átti sömuleiðis tvisvar í vanda í lokabeygjunni.

Þeir voru þó ekki einu ökuþórarnir í basli í brautinni sem var öll mjög óhrein eftir storm sl. nótt. Meðal manna sem flugu út úr brautinni eða snarsnerust í henni voru Heikki Kovalainen á Renault, Alex Wurz á Williams, Massa, Scott Speed á Toro Rosso, Giancarlo Fisichella á Renault og Christijan Albers á Spyker.

Æfingin var óskemmtileg fyrir Red Bull, aðeins bílar Spykerliðsins voru hægari, en niðurstaða hennar varð sem hér segir:

Röð Ökuþór bíll Tími Bil Hri.
1. Räikkönen Ferrari 1:33.162 21
2. Massa Ferrari 1:33.679 +0.517 17
3. Hamilton McLaren 1:34.110 +0.948 17
4. Alonso McLaren 1:34.161 +0.999 15
5. Trulli Toyota 1:34.896 +1.734 26
6. Heidfeld BMW 1:35.076 +1.914 30
7. Kubica BMW 1:35.248 +2.086 24
8. Liuzzi Toro Rosso 1:35.292 +2.130 23
9. Rosberg Williams 1:35.375 +2.213 19
10. Wurz Williams 1:35.398 +2.236 20
11. Button Honda 1:35.445 +2.283 24
12. Kovalainen Renault 1:35.474 +2.312 21
13. R.Schumacher Toyota 1:35.573 +2.411 24
14. Fisichella Renault 1:35.697 +2.535 17
15. Speed Toro Rosso 1:35.726 +2.564 22
16. Sato Super Aguri 1:35.856 +2.694 15
17. Barrichello Honda 1:35.911 +2.749 20
18. Davidson Super Aguri 1:36.243 +3.081 6
19. Webber Red Bull 1:36.483 +3.321 18
20. Coulthard Red Bull 1:36.513 +3.351 7
21. Sutil Spyker 1:37.084 +3.922 27
22. Albers Spyker 1:38.258 +5.096 29
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert