Áhorf eykst þrátt fyrir brotthvarf Schumacher

Brottför Schumacher hefur ekki orðið til að draga úr áhorfi …
Brottför Schumacher hefur ekki orðið til að draga úr áhorfi á formúluna. mbl.is/barf1

Michael Schumacher er horfinn úr keppni í formúlu-1 eftir langa sigurgöngu en það virðist þó ekki hafa dregið úr áhorfi á íþróttina í Evrópu, nema eitt lítilræði í Þýskalandi. Eftir þrjú fyrstu mót ársins mælist áhorfið 10% minna í Þýskalandi en hefur aukist í Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Bretlandi.

Samkvæmt frétt í tímaritinu Sportbusiness er fækkunin í Þýskalandi óveruleg miðað við vinsældir Schumachers í heimalandi sínu. Á Spáni mældist meira áhorf á hvert hinna fyrstu þriggja móta en í fyrra. Þannig mældust 6,7 milljónir manna hafa horft á kappaksturinn í Barein á Tele5-stöðinni eða rúmlega milljón fleiri en í fyrra.

Svipað er að segja um ítalska ríkissjónvarpið RAI. Á útsendingu hennar frá Barein horfðu 11,1 milljónir manna eða fleiri en á nokkurt mót síðastliðins árs og var Schumacher þó þá í keppni um heimsmeistaratitil á Ferraribíl.

Áhorf á frönsku stöðina TF1 stendur meira og minna í stað miðað við í fyrra en glæsileg innkoma enska nýliðans Lewis Hamilton hefur haft í för með sér 27% aukningu áhorfs á formúlu-1 í Bretlandi. Meir að segja mældust milljón manns hafa horft á samantekt ITV-stöðvarinnar með því helsta úr kappakstrinum að kvöldi dags en fyrir ári horfðu 400.000 manns á slíkan þátt en mótið fór fram að morgni að breskum tíma.

Sýningarsveit breska flughersins, Rauðu örvarnar eða Red Arrows, skemmti brautargestum …
Sýningarsveit breska flughersins, Rauðu örvarnar eða Red Arrows, skemmti brautargestum í Silverstone 2005. mbl.is/Ágúst Ásgeirsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert