McLarenbílarnir fremstir

Hamilton ræðir við tæknimann hjá McLaren milli aksturslota á æfingunni …
Hamilton ræðir við tæknimann hjá McLaren milli aksturslota á æfingunni í morgun. reuters

Lewis Hamilton hjá McLaren setti besta tíma fyrstu æfingarinnar í Barcelona sem er nýlokið. Næst fljótast ók liðsfélagi hans Fernando Alonso. Voru silfurörvar McLaren fetinu framar Ferraribílunum æfinguna út í gegn.

Kimi Räikkönen á Ferrari setti þriðja besta tímann og munaði að lokum litlu á þeim Alonso, eða 23 þúsundustu úr sekúndu. Alonso ók hraðast í morgun á fyrsta tímakafla brautarinnar en Hamilton á hinum tveimur.

Hamilton tók forystuna eftir 60 mínútur af 90 og lét hana ekki af hendi eftir það. Prófaði hann mýkri dekkjategundina sem í boði er undir lokin og bætti sig þá um nær fjögur sekúndubrot.

Robert Kubica hjá BMW endaði með fjórða besta tímann, sæti framar en Felipe Massa á Ferrari sem var aldrei meðal bestu tíma. Anthony Davidson á Super Aguri lét til sín taka sem stundum áður á æfingum og átti sjötta besta tímann, skaust upp úr miðjum hópi á lokamínútunum.

Jenson Button á Hondu setti tíunda besta tímann sem er með hans besta á æfingum í ár. Renaultþórarnir voru lengst af meðal 10 bestu en sigu niður í það 14. og 15. á lokamínútunum.

Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Bil Hri.
1. Hamilton McLaren 1:21.880 22
2. Alonso McLaren 1:22.268 +0.388 21
3. Räikkönen Ferrari 1:22.291 +0.411 19
4. Kubica BMW 1:22.446 +0.566 21
5. Massa Ferrari 1:22.565 +0.685 15
6. Davidson Super Aguri 1:22.665 +0.785 21
7. Trulli Toyota 1:22.740 +0.860 28
8. R.Schumacher Toyota 1:22.843 +0.963 23
9. Rosberg Williams 1:23.048 +1.168 28
10. Button Honda 1:23.114 +1.234 22
11. Wurz Williams 1:23.131 +1.251 23
12. Heidfeld BMW 1:23.170 +1.290 26
13. Sato Super Aguri 1:23.316 +1.436 22
14. Kovalainen Renault 1:23.322 +1.442 24
15. Fisichella Renault 1:23.397 +1.517 21
16. Coulthard Red Bull 1:23.428 +1.548 21
17. Webber Red Bull 1:23.444 +1.564 21
18. Barrichello Honda 1:23.479 +1.599 23
19. Sutil Spyker 1:23.954 +2.074 25
20. Liuzzi Toro Rosso 1:24.104 +2.224 24
21. Speed Toro Rosso 1:24.179 +2.299 19
22. Albers Spyker 1:24.396 +2.516 25
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert