McLaren slapp með skrekkinn

Fernando Alonso og Lewis Hamilton fagna árangrinum í Mónakó.
Fernando Alonso og Lewis Hamilton fagna árangrinum í Mónakó. Reuters

Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bandið (FIA) hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu, að McLar­en keppn­isliðið í Formúlu 1 kapp­akstr­in­um hafi ekki brotið regl­ur í kapp­akstr­in­um í Mónakó um síðustu helgi. FIA hóf á mánu­dag rann­sókn á því hvort regl­ur hefðu verið brotn­ar þegar Lew­is Hamilt­on, sem endaði í 2. sæti í kapp­akstr­in­um, var sagt að reyna ekki að aka fram úr Fern­ando Alon­so, liðsfé­laga sín­um, sem sigraði.

Bernie Ecc­lest­one, einn áhrifa­mesti leiðtogi formúl­unn­ar, sagði í gær að McLar­en ætti yfir höfði sér sekt eða stiga­frá­drátt ef niðurstaðan yrðu sú að öku­mönn­un­um hefðu verið gef­in sér­stök fyr­ir­mæli um það hvernig þeir ættu að skipta með sér verðlaun­um.

Í yf­ir­lýs­ingu frá FIA seg­ir, að eft­ir að farið hafi verið yfir tal­stöðvar­sam­skipti liðsstjórn­ar­inn­ar og ökuþór­anna og önn­ur gögn sé ljóst, að McLar­enliðið hafi ekki brotið gegn nein­um regl­um.

Hamilt­on viður­kenndi eft­ir kapp­akst­ur­inn, að hon­um hefði verið sagt að „taka því ró­lega" þegar hann sótti að Alon­so en liðsstjóri McLar­en sagði að það hefði aðeins verið hluti af keppnisáætl­un liðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert