McLaren að stinga af?

Nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren fagnar fyrsta ráspól sínum, í …
Nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren fagnar fyrsta ráspól sínum, í Montreal í gær. reuters

Ýmsir keppinautar McLaren í formúlu-1 segjast á því að enska liðið sé með frammistöðu sinni undanfarið á góðri leið með að „stinga önnur lið af“ í ár.

Talið var að yfirburða tvöfaldur sigur McLaren í Mónakó hafi verið stakur atburður sem endurtæki sig ekki í bráð. Búist var við að Ferrari myndi láta til sín taka strax í næsta móti, í Montreal.

Þess vegna kom algjör drottnun McLaren á frjálsu föstudagsæfingunum fróðum í opna skjöldu. Og ekki tók betra við er út í tímatökurnar kom í gær, þar var McLaren aftur í sérflokki og Ferraríbílarnir í fjórða og fimmta sæti.

Bæði Renault og BMW hafa lagt nótt við nýtan dag til að reyna að draga á topplið McLaren og Ferrari. Tæknistjóri Renault, Pat Symonds, sagði í Montreal í gær að nú væri farið að líta út sem McLaren yrði óvinnanlegt í ár.

„Þeir sýna algjöran klassa á hvers kyns braut sem er,“ sagði Symonds. Stallbróður hans hjá BMW, Willy Rampf, tók undir með honum með það, að það væri þrautinni þyngra að reyna að minnka bilið í toppliðin. „McLaren virðist meir að segja vera að stinga svolítið af,“ sagði Rampf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert