Fernando Alonso setti einnig besta brautartímann á seinni frjálsu æfingu dagsins, sem var að ljúka í Indianapolis. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Lewis Hamilton, ók næsthraðast, hálfu öðru sekúndubroti munaði á besta tíma þeirra.
Eins og í undanförnum mótum virtust silfurörvar McLaren vera í sérflokki í Indianapolis í dag. Til gamans má geta þess, að Alonso og Hamilton eru einu ökuþórarnir sem lokið hafa öllum keppnishringjum mótanna sex sem lokið er, eða 384. Þeir eru jafnframt einu ökuþórarnir sem unnið hafa stig í hverju móti.
Ferrariþórarnir Felipe Massa og Kimi Räikkönen áttu þriðja og fjórða besta tímann og voru mun nær toppmönnum McLaren en á fyrri æfingunni. Massaa tæpum þremur brotum á eftir Alonso og Räikkönen fjórum.
Massa var lengst af með besta tímann, eftir að hafa ekið á mýkri dekkjunum snemma á æfingunni. Er McLarenþórarnir skiptu yfir á slík dekk síðasta stundarfjórðunginn skutust þeir báðir fram úr honum.
Nick Heidfeld á BMW, David Coulthard á Red Bull, Nico Rosberg á Williams og Heikki Kovalainen á Renault urðu í næstu sætum og munaði innan við sekúndubroti á tímum þeirra fjögurra.
Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:
Röð | Ökuþór | Bíll | Tími | Bil | Hri. |
---|---|---|---|---|---|
1. | Alonso | McLaren | 1:12.156 | 35 | |
2. | Hamilton | McLaren | 1:12.309 | +0.153 | 34 |
3. | Massa | Ferrari | 1:12.435 | +0.279 | 36 |
4. | Räikkönen | Ferrari | 1:12.587 | +0.431 | 38 |
5. | Heidfeld | BMW | 1:13.026 | +0.870 | 43 |
6. | Coulthard | Red Bull | 1:13.042 | +0.886 | 41 |
7. | Rosberg | Williams | 1:13.057 | +0.901 | 35 |
8. | Kovalainen | Renault | 1:13.110 | +0.954 | 48 |
9. | Barrichello | Honda | 1:13.144 | +0.988 | 40 |
10. | Button | Honda | 1:13.202 | +1.046 | 46 |
11. | Vettel | BMW | 1:13.217 | +1.061 | 50 |
12. | Webber | Red Bull | 1:13.263 | +1.107 | 21 |
13. | Liuzzi | Toro Rosso | 1:13.332 | +1.176 | 41 |
14. | Davidson | Super Aguri | 1:13.364 | +1.208 | 46 |
15. | Fisichella | Renault | 1:13.394 | +1.238 | 44 |
16. | Wurz | Williams | 1:13.539 | +1.383 | 29 |
17. | Trulli | Toyota | 1:13.692 | +1.536 | 42 |
18. | Speed | Toro Rosso | 1:13.712 | +1.556 | 34 |
19. | Sato | Super Aguri | 1:13.753 | +1.597 | 46 |
20. | R.Schumacher | Toyota | 1:13.765 | +1.609 | 39 |
21. | Albers | Spyker | 1:14.225 | +2.069 | 30 |
22. | Sutil | Spyker | 1:14.513 | +2.357 | 33 |