Alonso fljótastur aftur en aðrir sóttu

Alonso eins og lítil arða í lokabeygju hinnar gígantísku brautar …
Alonso eins og lítil arða í lokabeygju hinnar gígantísku brautar í Indianapolis. ap

Fernando Alonso setti einnig besta brautartímann á seinni frjálsu æfingu dagsins, sem var að ljúka í Indianapolis. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Lewis Hamilton, ók næsthraðast, hálfu öðru sekúndubroti munaði á besta tíma þeirra.

Eins og í undanförnum mótum virtust silfurörvar McLaren vera í sérflokki í Indianapolis í dag. Til gamans má geta þess, að Alonso og Hamilton eru einu ökuþórarnir sem lokið hafa öllum keppnishringjum mótanna sex sem lokið er, eða 384. Þeir eru jafnframt einu ökuþórarnir sem unnið hafa stig í hverju móti.

Ferrariþórarnir Felipe Massa og Kimi Räikkönen áttu þriðja og fjórða besta tímann og voru mun nær toppmönnum McLaren en á fyrri æfingunni. Massaa tæpum þremur brotum á eftir Alonso og Räikkönen fjórum.

Massa var lengst af með besta tímann, eftir að hafa ekið á mýkri dekkjunum snemma á æfingunni. Er McLarenþórarnir skiptu yfir á slík dekk síðasta stundarfjórðunginn skutust þeir báðir fram úr honum.

Nick Heidfeld á BMW, David Coulthard á Red Bull, Nico Rosberg á Williams og Heikki Kovalainen á Renault urðu í næstu sætum og munaði innan við sekúndubroti á tímum þeirra fjögurra.

Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Bil Hri.
1. Alonso McLaren 1:12.156 35
2. Hamilton McLaren 1:12.309 +0.153 34
3. Massa Ferrari 1:12.435 +0.279 36
4. Räikkönen Ferrari 1:12.587 +0.431 38
5. Heidfeld BMW 1:13.026 +0.870 43
6. Coulthard Red Bull 1:13.042 +0.886 41
7. Rosberg Williams 1:13.057 +0.901 35
8. Kovalainen Renault 1:13.110 +0.954 48
9. Barrichello Honda 1:13.144 +0.988 40
10. Button Honda 1:13.202 +1.046 46
11. Vettel BMW 1:13.217 +1.061 50
12. Webber Red Bull 1:13.263 +1.107 21
13. Liuzzi Toro Rosso 1:13.332 +1.176 41
14. Davidson Super Aguri 1:13.364 +1.208 46
15. Fisichella Renault 1:13.394 +1.238 44
16. Wurz Williams 1:13.539 +1.383 29
17. Trulli Toyota 1:13.692 +1.536 42
18. Speed Toro Rosso 1:13.712 +1.556 34
19. Sato Super Aguri 1:13.753 +1.597 46
20. R.Schumacher Toyota 1:13.765 +1.609 39
21. Albers Spyker 1:14.225 +2.069 30
22. Sutil Spyker 1:14.513 +2.357 33
Hamilton var nær Alonso á seinni æfingunni í Indianapolis í …
Hamilton var nær Alonso á seinni æfingunni í Indianapolis í dag. ap
Massa ekur yfir „múrsteinsmetrann“, ræmu úr gömlu Indianapolisbrautinni, núverandi endamark …
Massa ekur yfir „múrsteinsmetrann“, ræmu úr gömlu Indianapolisbrautinni, núverandi endamark hringsins. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert