Massa kennir malbikinu um

Massa í átökum við malbikið í Montreal.
Massa í átökum við malbikið í Montreal. reuters

Felipe Massa sagði við blaðamenn í Indianapolis, að getuskortur Ferrarifákanna í Mónakó og Montreal verði að skrifast á malbikið sem í þessum brautum sé að finna.

Massa, sem unnið hefur tvö mót í ár af sex, bendir á að Ferrari hafi átt tvo fyrstu bíla á mark í Indianapolis í fyrra og segist vona að álíka viðsnúningur verði á frammistöðu liðsins frá síðustu mótum.

Keppinautarnir hjá McLaren hafa unnið tvö síðustu mót með yfirburðum. Massa segir tæknimenn Ferrari gruna að einstök malbiksgerð hafi hægt á bílum Ferrari í Mónakó og Montreal.

„Kappaksturinn í Indianapolis er kærkomið mót til að finna út hvort árangurinn sé virkilega tengdur malbikinu, eða einhverju öðru. Ég er sannfærður um að bíllinn verður frábær hér,“ sagði Massa sem er 15 stigum á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert