Alonso hress þrátt fyrir pólmissi

Alonso (t.h.) og Hamilton fagna tvöföldum sigri í tímatökunum í …
Alonso (t.h.) og Hamilton fagna tvöföldum sigri í tímatökunum í Indianapolis. reuters

Fernando Alonso hjá McLaren segist fullur sjálfstrausts fyrir bandaríska kappaksturinn á morgun þrátt fyrir að liðsfélagi hans Lewis Hamilton hafi haft betur í einvígi þeirra um ráspólinn.

Alonso drottnaði á öllum þremur æfingum helgarinnar og tímatökurnar þar til í lokalotunni er Hamilton varð hlutskarpari svo nam tveimur sekúndubrotum.

Hann sagðist samt engu að síður hress fyrir morgundaginn og telur sig eiga góða möguleika. Fyrsta takmarkið er að setja þar persónulegt met, en besti árangur Alonso í Indianapolis er fimmta sæti, á Renaultbíl í fyrra.

„Helgin hefur verið mjög góð hjá mér, tvímælalaust. Ég ók hraðast á æfingum en ekki þegar máli skipti, í lokalotu tímatökunnar. En að vera hraðskreiðastur alla helgina veitir mér sjálfstraust fyrir morgundaginn.

Í lokalotunni er margt sem spilar inn í svo ýmislegt getur því gerst á morgun, og ég er bjartsýnn. Ég bætti mig lítið á seinni hringnum; var þó tiltölulega ánægður með þá báða. Veggripið var gott og ég held við getum staðið okkur vel á morgun,“ sagði Alonso.

Alonso á leið til að skipta um dekk í Indianapolis.
Alonso á leið til að skipta um dekk í Indianapolis. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert