Hamilton fyrstur frá upphafi til enda

Hamilton og Alonso á heiðurshring fyrir kappaksturinn í Indianapolis.
Hamilton og Alonso á heiðurshring fyrir kappaksturinn í Indianapolis. reuters

Lewis Hamilton var í þessu að vinna sigur í bandaríska kappakstrinum í Indianapolis. Er það annar sigur hans á ferlinum og annar í röð. Næstur varð liðsfélagi hans Fernando Alonso og í þriðja og fjórða sæti urðu Ferrariþórarnir Felipe Massa og Kimi Räikkönen.

Alonso gerði nokkrar tilraunir á fyrsta hring til að komast fram úr Hamilton en án árangurs. Um miðbik kappakstursins, skömmu eftir fyrra þjónustustopp, virtis heimsmeistarinn vera mun hraðskreiðari; dró nýliðann uppi og gerði tilraun til framúraksturs.

Óku þeir samsíða niður upphafs og endakaflann en Hamilton varði innri hliðina og gaf Alonso ekki færi á að komast fram úr.

Virtist Alonso gremjast það og sveigði uppundir stjórnborð McLaren á næsta hring. Náði hann engu að síður sínum besta árangri í Indianapolis með öðru sæti, varð fimmti í fyrra sem var hans besti árangur.

Þau tíðindi gerðust í kappakstrinum að Sebastian Vettel, sem hljóp í skarð Robert Kubica hjá BMW, varð áttundi í mark og þar með yngsti ökuþór sögunnar til að vinna stig í jómfrúarkeppni sinni. Hann er 19 ára og sló með því met sem Jenson Button átti frá árinu 2000.

Með sigrinum jók Hamilton forystu sína í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra í 10 stig; hefur 58 stig gegn 48 stigum Alonso, 39 stigum Massa og 32 stigum Räikkönen.

Með tvöföldum sigri sínum jók McLaren forystu sína á Ferrari í keppni bílsmiða í 33 stig, en staðan milli liðanna er 104:71.

Úrslitin í Indianapolis

Staðan í stigakeppni ökuþóra og liða

Hamilton varðist tilraunum Alonso til að komast fram úr í …
Hamilton varðist tilraunum Alonso til að komast fram úr í byrjun. reuters
Alonso steig nokkrum sinnum nánast á skott Hamilton en komst …
Alonso steig nokkrum sinnum nánast á skott Hamilton en komst ekki fram úr. reuters
Hvað fer félögunum á milli á pallinum í Indianapolis?
Hvað fer félögunum á milli á pallinum í Indianapolis?
Button gat haldið áfram þrátt fyrir þennan skell í fyrstu …
Button gat haldið áfram þrátt fyrir þennan skell í fyrstu beygju. reuters
Ralf Schumacher úr leik í fyrstu beygju á fyrsta hring.
Ralf Schumacher úr leik í fyrstu beygju á fyrsta hring. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert