Synd að kaupa Ferrari?

Aldnir sportbílar af Ferrari-gerð.
Aldnir sportbílar af Ferrari-gerð. reuters

Skoðanir páfagarðs og Ferrari fara ekki að öllu leyti saman hvað sportbíla varðar, samkvæmt nýrri tíu boðorða skrá sem Vatikanið hefur gefið út og ætlað er ökumönnum.

Meðal þeirra er boðorð sem varar menn við því að nota bíla sem „tæki til að bera af samborgurunum og vekja upp öfund.“

Framkvæmdastjóri hjá Ferrari, Amedeo Felisa, segist hafa skilning á áhyggjum páfagarðs þess efnis að sumir eigendur Ferrari líti á bílinn sem stöðutákn.

Hann heldur því hins vegar fram að langflestir kaupi Ferrari vegna ánægjunnar sem fylgi því að aka bíl af þeirri gerð. „Ég held það sé ekki rangt, nema það sé synd að skemmta sér,“ segir Felisa.

Hann kvaðst vona að það væri ekki synd að aka Ferrari en ef svo væri mælti hann með því að menn syndguðu annað slagið.

Sportbílar Ferrari eru með þeim dýrustu og kostar eintakið allt frá átta milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert