Räikkönen í sérflokki

Räikkönen klifrar úr bílnum milli aksturslota í Silverstone í dag.
Räikkönen klifrar úr bílnum milli aksturslota í Silverstone í dag. ap

Miðað við brautartíma má segja að Kimi Räikkönen hjá Ferrari hafi verið í sérflokki á seinni æfingu dagsins í Silverstone. Næsthraðast ók félagi hans Felipe Massa og þriðja besta tímann setti Ralf Schumacher hjá Toyota.

Og það var góð ferð á Toyotabílunum í dag því Jarno Trulli setti fimmta besta tímann. Milli þeirra Ralfs varð Lewis Hamilton á McLaren og sjötti varð liðsfélagi hans Fernando Alonso.

Ferrariþórarnir náðu sínum bestu tímum á fyrsta þriðjungi æfingarinnar en síðan rigndi í hluta brautarinnar. Eftir það gátu McLarenmenn aldrei nálgast tíma þeirra er þeir komu út úr bílskúr sínum á síðasta þriðjungi æfingarinnar.

Williamsþórarnir Nico Rosberg og Alex Wurz ítrekuðu góðan styrk frá fyrri æfingunni með sjöunda og áttunda besta tímanum. Christian Klien tó kí fyrsta sinn í æfingum á formúlumóti frá því hann missti sæti sitt hjá Red Bull í september sl. Hljóp hann í skarðið hjá Honda fyrir Jenson Button sem meiddist í baki á fyrri æfingunni svo hann varð að sleppa þeirri seinni.

Einn ökuþór laskaði bíl sinn lítillega á seinni æfingunni, Adrian Sutil hjá Spyker sem snarsnerist út úr Copse-beygjunni og nuddaði bílnum í öryggisvegg utanvert við brautina.

Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Bil Hri.
1. Räikkönen Ferrari 1:20.639 35
2. Massa Ferrari 1:21.138 +0.499 30
3. R.Schumacher Toyota 1:21.381 +0.742 34
4. Hamilton McLaren 1:21.381 +0.742 39
5. Trulli Toyota 1:21.467 +0.828 35
6. Alonso McLaren 1:21.616 +0.977 35
7. Rosberg Williams 1:21.619 +0.980 40
8. Wurz Williams 1:21.650 +1.011 37
9. Webber Red Bull 1:22.137 +1.498 31
10. Davidson Super Aguri 1:22.143 +1.504 40
11. Kovalainen Renault 1:22.189 +1.550 42
12. Fisichella Renault 1:22.257 +1.618 39
13. Kubica BMW 1:22.372 +1.733 41
14. Coulthard Red Bull 1:22.428 +1.789 23
15. Heidfeld BMW 1:22.486 +1.847 34
16. Sato Super Aguri 1:22.487 +1.848 38
17. Barrichello Honda 1:22.511 +1.872 39
18. Klien Honda 1:22.833 +2.194 45
19. Speed Toro Rosso 1:22.840 +2.201 42
20. Liuzzi Toro Rosso 1:23.105 +2.466 35
21. Albers Spyker 1:23.113 +2.474 35
22. Sutil Spyker 1:23.720 +3.081 30
Räikkönen á leið út í brautina í Silverstone eftir að …
Räikkönen á leið út í brautina í Silverstone eftir að hafa æft þjónustustopp. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert