FIA áfrýjar njósnamálinu

Frá fundi íþróttaráðs FIA í síðustu viku.
Frá fundi íþróttaráðs FIA í síðustu viku. ap

Ferr­ariliðið fær tæki­færi til að skýra sína hlið njósna­máls­ins svo­nefnda til fulls þar sem for­seti Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA), Max Mosley, hef­ur haft frum­kvæði að því að vísa ein­róma niður­stöðu íþróttaráðs FIA í síðustu viku til áfrýj­un­ar­rétt­ar sam­bands­ins.

Mosley tók þessa ákvörðun eft­ir bréfa­skipti við Luigi Macalu­so, for­seta ít­alska akst­ursíþrótta­sam­bands­ins, sem gagn­rýndi harðlega þá ákvörðun íþróttaráðs FIA að gera ekki McLar­en refs­ingu í njósna­mál­inu eft­ir að liðið var sekt fundið af því að hafa í fór­um sín­um leyni­leg gögn sem til­heyrðu Ferr­ari.

Ferr­ari var aðeins sem áheyrn­araðili við vitna­leiðslur íþróttaráðsins en fékk þar tæki­færi til að svara spurn­ing­um og koma að at­huga­semd­um. Sem slík­ur aðili að mál­inu gat Ferr­ari ekki áfrýjað niður­stöðunni. Í er­indi til Mosley held­ur Macalu­so því fram að niðurstaðan hefði hugs­an­lega orðið önn­ur ef Ferr­ari hefði fengið að tjá af­stöðu sína ít­ar­lega.

Höfðaði Macalu­so til þeirr­ar reglna FIA sem gera for­set­an­um kleift að vísa máli áfram þegar svo stend­ur á að einn helsti þolandi þess, Ferr­ari í þessu til­viki, get­ur ekki áfrýjað.

Á það féllst Mosley og legg­ur þá kröfu fyr­ir áfrýj­un­ar­rétt­inn að hann vísi mál­inu aft­ur til íþróttaráðsins og leggi á það þá kvöð að það hlýði á hlið Ferr­ari á mál­inu auk McLar­en, og sér­hvers ann­ars liðs sem þess kann að óska, og ákveði í fram­haldi af því hvort niðurstaða ráðsins hafi verið viðeig­andi, eða hvort breyta verði henni.

Að sögn tals­manns FIA er lík­legt að áfrýj­un­ar­dóm­stóll FIA komi ekki sam­an fyrr en í lok ág­úst­mánaðar til að fjalla um niður­stöðu íþróttaráðs FIA.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert