Alonso tók pólinn af Hamilton

Alonso fagnar ráspólnum í Búdapest.
Alonso fagnar ráspólnum í Búdapest. ap

Fernando Alonso á McLaren var í þessu að vinna ráspól ungverska kappakstursins í Búdapest. Skaust hann á síðustu sekúndu fram fyrir félaga sinn Lewis Hamilton sem gat ekki klárað lokatilraun sína vegna tímaskorts. Þriðji varð Nick Heidfeld á BMW.

Hamilton virtist hraðskreiðari en Alonso en tafðist fyrir aftan hann fyrir síðustu dekkjaskipti og komst því ekki í tæka tíð yfir marklínuna á úthring til að hefja lokatilraun sína að ráspól.

Af einhverri ástæðu tóku tvenn síðustu dekkjaskipti Alonso mun meiri tíma en venjulegt er, m.a. flæktist dekkjahitari í fjöðrunarbúnaði í fyrra tilvikinu. Og í seinna skiptið liðu nokkrar sekúndur frá því Alonso var gefið merki um að aka af stað þar til hann kom sér af þjónustusvæðinu.

Þrátt fyrir að silfurörvarnar næðu tveimur efstu sætum var liðsstjórinn Ron Dennis ekki sáttur við það sem átti sér stað á bílskúrareininni og fleygði frá sér heyrnartólum er hann strunsaði af stjórnborðinu í lok tímatökunnar.

Eftir er að koma í ljós hvort um vísvitandi bragð var að ræða af hálfu Alonso til að koma í veg fyrir að Hamilton ætti svar við lokatilraun hans sjálfs.

Ferrari gleymdi að tanka bíl Massa

Nick Heidfeld á BMW kom á óvart með því að vinna þriðja sætið af Kimi Räikkönen á Ferrari. Liðsfélagi Räikkönen, Felipe Massa, átti erfitt uppdráttar og komst ekki í lokalotuna fyrir taktísk mistök Ferrariliðsins, hafnaði í 14. sæti.

Var Massa á leið í tímatilraun í annarri lotu er hann var látinn vita af því að ónóg bensín væri í bílnum. Stöðvaði hann því fák sinn í bílskúrareininni og var ýtt til baka á þjónustusvæðið í skyndi.

Nico Rosberg á Williams náði góðum árangri, varð fimmti og þar á eftir urðu Ralf Schumacher á Toyotu og Robert Kubica á BMW.

David Coulthard á Red Bull var lengi vel í 10. sæti og lokalotan blasti við honum, allt þar til Kubica laumaðist fram úr í lokahring sínum en við því átti Coulthard ekki svar.

Hondurnar skorti hraða til þess að komast áfram úr fyrstu lotu. Einn bíll frá Super Aguri og annar frá Toro Rosso komust hins vegar áfram og urðu Anthony Davidson og Vitantonio Liuzzi í 15. og 16. sæti.

Niðurstaða tímatökunnar varð annars sem hér segir:

Tímatakan í Búdapest Lota 1 Lota 2 Lota 3
Röð Ökuþór Bíll Röð Tími Hri. Röð Tími Hri. Röð Tími Hri.
1. Alonso McLaren 5. 1:20.425 3 2. 1:19.661 3 1. 1:19.674 11
2. Hamilton McLaren 1. 1:19.570 3 1. 1:19.301 3 2. 1:19.781 11
3. Heidfeld BMW 10. 1:20.751 5 6. 1:20.322 6 3. 1:20.259 11
4. Räikkönen Ferrari 6. 1:20.435 4 4. 1:20.107 3 4. 1:20.410 12
5. Rosberg Williams 9. 1:20.547 6 5. 1:20.188 5 5. 1:20.632 11
6. R.Schumacher Toyota 7. 1:20.449 7 8. 1:20.455 6 6. 1:20.714 11
7. Kubica BMW 3. 1:20.366 6 10. 1:20.703 6 7. 1:20.876 11
8. Fisichella Renault 15. 1:21.645 7 9. 1:20.590 6 8. 1:21.079 12
9. Trulli Toyota 8. 1:20.481 6 3. 1:19.951 3 9. 1:21.206 11
10. Webber Red Bull 11. 1:20.794 6 7. 1:20.439 5 10. 1:21.256 11
11. Coulthard Red Bull 14. 1:21.291 6 11. 1:20.718 6      
12. Kovalainen Renault 2. 1:20.285 6 12. 1:20.779 6      
13. Wurz Williams 13. 1:21.243 9 13. 1:20.865 9      
14. Massa Ferrari 4. 1:20.408 3 14. 1:21.021 6      
15. Davidson Super Aguri 12. 1:21.018 6 15. 1:21.127 6      
16. Liuzzi Toro Rosso 16. 1:21.730 9 16. 1:21.993 7      
17. Button Honda 17. 1:21.737 6            
18. Barrichello Honda 18. 1:21.877 6            
19. Sato Super Aguri 19. 1:22.143 6            
20. Vettel Toro Rosso 20. 1:22.177 7            
21. Sutil Spyker 21. 1:22.737 9            
22. Yamamoto Spyker 22. 1:23.774 7            
Massa ýtt til baka að bílskúr Ferrari til áfyllingar.
Massa ýtt til baka að bílskúr Ferrari til áfyllingar. ap
Heidfeld á leið til þriðja sætis í tímatökunum í Búdapest.
Heidfeld á leið til þriðja sætis í tímatökunum í Búdapest. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert