Hamilton til Ferrari?

Ferrari væri fengur í Hamilton.
Ferrari væri fengur í Hamilton. ap

Að sögn ít­alskra fjöl­miðla er það ekki aðeins Fern­ando Alon­so sem önn­ur lið sýna at­hygli þessa dag­ana vegna ástands­ins inn­an McLar­enliðsins. Blaðið Tuttosport seg­ir Ferr­ari­stjór­ann Jean Todt áfram um að tæla Lew­is Hamilt­on til sín.

Blaðið seg­ir að Todt lofi Hamilt­on samn­ingi upp á 35 millj­ón­ir doll­ara á ári, komi þessi skjól­stæðing­ur Ron Denn­is til Ferr­ari. Tuttosport bæt­ir því við að Hamilt­on gæti orðið „al­vöru arftaki“ Michaels Schumacher, þar sem „hvorki Massa né Räikkön­en“ hafi sýnt hæfi­leika á borð við meist­ar­ann fyrr­ver­andi.

Hamilt­on „er hæfi­leik­um prýdd­ur, ein­beitt­ur, hraðskreiður, sig­ur­sæll og hungraður,“ skrif­ar Tuttosport. Sjálf­ur seg­ir Todt að hér sé fyrst og fremst um „vanga­velt­ur“ að ræða en ekki sann­indi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert