Alonso segist geta sigrað

Alonso mætti skeggjaður úr fríinu.
Alonso mætti skeggjaður úr fríinu. ap

Heims­meist­ar­inn Fern­ando Alon­so geng­ur til tyrk­neska kapp­akst­urs­ins á morg­un með því hug­ar­fari að hann geti farið með sig­ur af hólmi. Hann seg­ist hafa trú á því þrátt fyr­ir að hafa orðið í fjórða sæti í tíma­tök­un­um í dag.

„Það er alltaf betra að starta fremst, á und­an öll­um ef hægt er, ekki bara liðsfé­laga mín­um," sagði Alon­so eft­ir tíma­tök­urn­ar. „Það er rétt, ég þarf að vinna upp sjö stiga mun og það er ekki það ákjós­an­leg­asta að leggja af stað á eft­ir. En stig­in koma til skipt­ana á morg­un og von­andi verð ég á und­an öll­um þá.

Það er ekki úti­lokað að vinna með því að ræsa í fjórða sæti, það ræðst allt af keppn­is­hraða bíl­anna. Eng­inn veit hver verður sterk­ast­ur því menn óku að há­marki átta eða níu hringi á æf­ing­un­um í gær. Hver veit því hvað ger­ist á 20 hringj­um.

Ég hef mikla trú á herfræðinni og hraða í langakstri og mun reyna að end­ur­heimta eitt­hvað af hraðanum á morg­un,“ sagði Alon­so hinn bjart­sýn­asti.

Ólíkt helstu keppi­naut­un­um hef­ur hann keppni á harðari dekkja­gerðinni á morg­un en hann tel­ur þau ekki hafa háð sér í lokalotu tíma­tök­unn­ar. Þá von­ar hann að það skemmi ekki fyr­ir þótt hann leggi af stað á óhreinni helm­ingi braut­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert