Massa: titilvonir heyra líklega sögunni til

Felipe Massa einbeittur í bíl sínum í Monza.
Felipe Massa einbeittur í bíl sínum í Monza. reuters

Felipe Massa hjá Ferr­ari sagði eft­ir ít­alska kapp­akst­ur­inn í Monza að von­ir hans um að vinna heims­meist­ara­titil ökuþóra í ár hafi lík­lega þorrið er hann varð að hætta keppni vegna bil­un­ar í fjöðrunra­búnaði eft­ir 10 hringi.

Féll Massa niður í fjórða sæti í titil­keppn­inni og er 23 stig­um á eft­ir Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en þegar fjög­ur mót eru eft­ir. Heims­meist­ar­inn Fern­ando Alon­so fór fyr­ir öku­mönn­um McLar­en sem unnu tvö­fald­an sig­ur í Monza og er Alon­so þrem­ur stig­um á eft­ir Hamilt­on í titil­keppn­inni.

„Ómögu­legt, nei, en vissu­lega ekki auðvelt,“ sagði Massa við blaðamenn spurðu hann hvort ekki væri útséð með að hann ynni titil ökuþóra. „Ég mun bera höfuðið hátt og vera sam­keppn­is­fær. Ég er sann­færður um að við get­um keppt til sig­urs í mót­um sem eft­ir eru,“ bætti hann við.

Massa hóf keppni þriðji en kom til dekkja­skipta í lok ní­unda hrings þar sem hann óttaðist að dekk væri sprungið. Það breytti engu því hann sneri aft­ur til bíl­skúr­anna hring seinna og kom í ljós að um bil­un í aft­ur­fjöðrun var að ræða.

„Það er hörm­ung að glíma við vanda­mál í byrj­un kapp­akst­urs en maður get­ur ekk­ert að gert. Niðurstaða sem þessi er slæm þegar verðlaunap­all­ur­inn er í aug­sýn. Það er mik­il­vægt að kom­ast út úr svona vanda­mál­um, við verðum að leggja harðar að okk­ur,“ sagði Massa.

Við brott­fall hans á heima­velli í Monza minnkuðu mögu­leik­ar Ferr­ari á titli bílsmiða enn frek­ar þar sem Alon­so og Hamilt­on urðu báðir á und­an Kimi Räikkön­en sem varð þriðji.

McLar­en er með 23 stiga for­skot, 166:143, ef stig­in 15 frá ung­verska kapp­akstr­in­um eru ekki reiknuð með, en eft­ir er að úr­sk­urða hvort liðið end­ur­heimti þau eður ei.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert