Wurz hættur

Wurz á ferð í Magny-Cours í sumar.
Wurz á ferð í Magny-Cours í sumar. reuters

Alexander Wurz er hættur kappakstri fyrir Williamsliðið og tekur því ekki þátt í lokamóti ársins eftir hálfan mánuð í Brasilíu. Líklegt er að arftaki hans verði tilraunaþórinn Kazuki Nakajima, en um það verður tilkynnt á morgun. <p>

Wurz segist byrjað í sumar að hafa efasemdir um ágæti þess að keppa áfram í formúlunni og sagði að þegar þannig væri komið fyrir ökuþór væri best fyrir hann að hætta. <p>

Hann náði í sumar besta árangri Williamsliðsins í ár með því að verða í þriðja sæti í Kanadakappakstrinum í Montreal.

Hann segist munu helga sig baráttu fyrir auknu umferðaröryggi og jafnframt eigi hann eflaust eftir að taka stöku sinnum þátt í kappakstri, t.a.m. sólarhringskappakstrinum í Le Mans í Frakklandi.

Liðsstjórinn Frank Williams var óspar á lof í garð Wurz í dag. „Framlag Alex til liðsins undanfarin tvö ár er ómetanlegt. Fyrst sem einn besti reynslu- og þróunarökuþór sem liðið hefur nokkru sinni unnið með, og síðar sem keppnisþór.

Í ár hefur Alex stundum verið mjög öflugur við erfiðar aðstæður og við viljum þakka honum allt hans framlag. Af honum fer gott orð, hann er einstaklega vinsæll og almennt virtust sem einn mesti heiðursmaður formúlunnar.

Ég er viss um að ég tala fyrir hönd allra starfsmanna formúluliða er ég óska Alex og fjölskyldu hans alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Williams.

Alex Wurz í keppni við Fernando Alonso í Montreal en …
Alex Wurz í keppni við Fernando Alonso í Montreal en þar varð hann þriðji. mbl.is/williamsf1
Wurz ánægður í Montreal.
Wurz ánægður í Montreal. mbl.is/williamsf1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert