Massa hjá Ferrari út árið 2010

Massa verður hjá Ferrari út 2010.
Massa verður hjá Ferrari út 2010. ap

Ferrariliðið hefur framlengt samning við Felipe Massa út árið 2010 og keppir hann því fyrir liðið næstu þrjú árin. Með þessu deyr orðrómur um að hann yrði látinn víkja svo rýma mætti fyrir Fernando Alonso ef hann kysi að yfirgefa McLaren.

Jean Todt liðsstjóri segir vangaveltur af þessu tagi innantómar og segir Ferrari ætla að byggja á Massa og Räikkönen næstu árin. Sá síðarnefndi er skuldbundinn liðinu út árið 2009.

Massa hefur verið samningsbundinn Ferrari frá 2001 en var til að byrja með settur til starfa hjá Sauberliðinu. Hann gerðist keppnisþór Ferrari í fyrra við hlið Michaels Schumacher. Á skarlatsrauðum keppnisfák liðsins hefur hann unnið fimm mót og átta ráspóla.

Massa á æfingu í Fuji.
Massa á æfingu í Fuji. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert