Lewis Hamilton hjá McLaren er einn þriggja ökuþóra sem munu hafa brotið reglur um regndekk á fyrri æfingu dagsins í Sao Paulo. Ákveðið verður síðar í kvöld hvort þeir þurfi að sæta refsingu fyrir athæfið.
Eftirlitsmenn kappakstursins hafa málið til rannsóknar og munu ákveða að seinni æfingu dagsins lokinni hvort refsingu verður beitt. Auk Hamiltons munu Jenson Button hjá Honda og Takuma Sato hjá Super Aguri hafa brotið dekkjareglur.
Þessir þrír munu hafa brúkað tvö sett af eins dekkjum á fyrri æfingunni í Interlagosbrautinni en aðeins má nota eitt sett. Skýrt er kveðið á um það í keppnisreglum, en samkvæmt þeim má nota eitt sett af millidekkjum og annað af fullum regndekkjum á báðum æfingum dagsins.