Ferrari klagar Hamilton

Ferrari segir Hamilton hafa hindrað Räikkönen í tímatökunum í Sao …
Ferrari segir Hamilton hafa hindrað Räikkönen í tímatökunum í Sao Paulo. ap

Ferr­ariliðið kvartaði und­an Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en eft­ir tíma­tök­urn­ar í Sao Pau­lo við eft­ir­lits­menn kapp­akst­urs­ins. Liðið lagði þó ekki fram form­leg mót­mæli en bauð fram tölvu­gögn máli sínu til stuðnings.

Íþrótta­stjóri Ferr­ari, Stefano Domenicali, kvartaði við eft­ir­lits­menn­ina und­an því að Hamilt­on hefði tafið fyr­ir Kimi Räikkön­en rétt eft­ir að sá fyrr­nefndi kom út úr dekkja­stoppi í lok tíma­tök­unn­ar.

Ökuþór­arn­ir ræddu sjálf­ir at­vikið eft­ir tíma­tök­urn­ar og helsti herfræðing­ur Ferr­ari, Luca Bald­iss­eri, sagði við sjón­varps­frétta­menn að Räikkön­en hefði taf­ist fyr­ir aft­an Hamilt­on og tapað þrem­ur til fjór­um sek­úndu­brot­um á því.

Þar sem ekki var um form­lega kvört­un af hálfu Ferr­ari að ræða ákváðu eft­ir­lits­menn­irn­ir að aðhaf­ast ekk­ert í máli þessu.

Räikkönen var ekki alveg sáttur við Hamilton.
Räikkön­en var ekki al­veg sátt­ur við Hamilt­on. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert