Ferrari klagar Hamilton

Ferrari segir Hamilton hafa hindrað Räikkönen í tímatökunum í Sao …
Ferrari segir Hamilton hafa hindrað Räikkönen í tímatökunum í Sao Paulo. ap

Ferrariliðið kvartaði undan Lewis Hamilton hjá McLaren eftir tímatökurnar í Sao Paulo við eftirlitsmenn kappakstursins. Liðið lagði þó ekki fram formleg mótmæli en bauð fram tölvugögn máli sínu til stuðnings.

Íþróttastjóri Ferrari, Stefano Domenicali, kvartaði við eftirlitsmennina undan því að Hamilton hefði tafið fyrir Kimi Räikkönen rétt eftir að sá fyrrnefndi kom út úr dekkjastoppi í lok tímatökunnar.

Ökuþórarnir ræddu sjálfir atvikið eftir tímatökurnar og helsti herfræðingur Ferrari, Luca Baldisseri, sagði við sjónvarpsfréttamenn að Räikkönen hefði tafist fyrir aftan Hamilton og tapað þremur til fjórum sekúndubrotum á því.

Þar sem ekki var um formlega kvörtun af hálfu Ferrari að ræða ákváðu eftirlitsmennirnir að aðhafast ekkert í máli þessu.

Räikkönen var ekki alveg sáttur við Hamilton.
Räikkönen var ekki alveg sáttur við Hamilton. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka