Rannsókn á bensínsýnum gæti breytt úrslitum brasilíska kappakstursins

Lewis Hamilton, t.h., óskar Kimi Räikkönen til hamingju í dag.
Lewis Hamilton, t.h., óskar Kimi Räikkönen til hamingju í dag. Reuters

Eft­ir­lits­menn með formúlu 1 kapp­akstr­in­um í Bras­il­íu í dag hófu í kvöld rann­sókn á bens­ín­sýn­um, sem tek­in voru úr keppn­is­bíl­un­um. Hafa full­trú­ar liða BMW Sauber og Williams verið kallaðir á fund til að ræða mál, sem komið hafa upp við hefðbundna skoðun eft­ir að kapp­akstr­in­um lauk.

Vanga­velt­ur eru um að hiti á bens­íni, sem liðin tvö notuðu, hafi ekki verið í sam­ræmi við regl­ur keppn­inn­ar. Reyn­ist svo vera kann ökuþórum liðanna, sem enduðu í 4., 5. og 6. sæti, að vera vísað úr keppni. Það myndi þýða að Lew­is Hamilt­on, sem endaði í 7. sæti, færðist upp í það fjórða og jafn­framt að hann hreppti heims­meist­ara­titil­inn en ekki Finn­inn Kimi Räikkön­en, sem sigraði í dag.

Nico Ros­berg, ökuþór Williams, endaði í 4. sæti, og þeir Robert Ku­bica og Nick Heidfeld, ökuþórar BMW Sauber, í 5. og 6. sæti. Verði þeir all­ir dæmd­ir úr leik fer Hamilt­on upp í 4. sæti, fær 5 stig fyr­ir og end­ar með 113 stig, þrem­ur stig­um meira en Räikkön­en.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert