Máttur Indlands skoðar Fisichella

Það verður úr háum sö´ðli að detta að fara frá …
Það verður úr háum sö´ðli að detta að fara frá Renault til Máttar Indlands. ap

Mikið framboð er af ökuþórum sem vilja komast í sæti keppnisþórs hjá Mætti Indlands. Meðal annarra spreytir Ralf Schumacher sig þar á næstunni og nú hefur Giancarlo Fisichella bæst í hóp þeirra sem vilja til liðsins.

Allt útlit er fyrir að Fisichella haldi ekki starfi hjá Renault á næsta ári. Hann er sagður munu spreyta sig hjá Mættinum, Spykerliðinu fyrrverandi, í byrjun desember.

Aðrir keppnisþórar úr formúlunni munu verða til skoðunar hjá Mættinum. Í þessari viku munu Christian Klien og Tonio Liuzzi prófa bíl liðsins í Barcelona ásamt tveimur ungum ökuþórum, Giedo van der Garde og Roldan Rodriguez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert