Schumacher engu gleymt - fljótastur í Barcelona

Schumacher mætir í bílskúr Ferrari í Barcelona í dag.
Schumacher mætir í bílskúr Ferrari í Barcelona í dag. ap

Michael Schumacher hefur engu gleymt og ekkert ryðgað á rúmu ári frá því hann hætti keppni í formúlu-1. Það sýndi sig er hann ók hraðast 20 ökuþóra á fyrsta degi vetrarbílprófana formúluliðanna í Barcelona í dag.

Schumacher hafði ekki ekið keppnisbíl við þessar kringumstæður frá því hann hætti keppni í vertíðarlok í fyrra. Á endanum var hann 0,2 sekúndum á undan næsta manni, liðsfélaga sínum Luca Badoer.

Heimsmeistarinn fyrrverandi ók reyndar F2007-bílnum í sýningarskyni í Fiorano á Ítalíu í fyrra mánuði, en aðeins örfáa hringi.

Niðurstaða akstursins í dag varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Hri.
1. M.Schumacher Ferrari 1:21.922 64
2. Badoer Ferrari 1:22.129 76
3. de la Rosa McLaren 1:22.687 63
4. Kovalainen Renault 1:22.802 81
5. Kubica BMW 1:22.883 56
6. Paffett McLaren 1:23.008 46
7. Nakajima Williams 1:23.187 66
8. Coulthard Red Bull 1:23.332 55
9. Trulli Toyota 1:23.624 46
10. Heidfeld BMW 1:23.671 75
11. Rosberg Williams 1:23.847 58
12. Montagny Toyota 1:23.861 61
13. Vettel Toro Rosso 1:24.048 77
14. Zuber Honda 1:24.065 77
15. Bourdais Toro Rosso 1:24.193 51
16. Davidson Super Aguri 1:24.246 70
17. Rossiter Honda 1:24.480 69
18. Chandhok Red Bull 1:24.896 39
19. van der Garde Force India 1:25.317 84
20. Rodriguez Force India 1:26.973 87
Schumacher glímir við beygju í Barcelona.
Schumacher glímir við beygju í Barcelona. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert