Ekkert hægist á Michael Schumacher þótt hættur sé alvöru kappakstri því í gær fór hann með sigur af hólmi í góðgerðarkeppni á körtum í Brasilíu. Þar atti hann kappi við rúma tvo tugi atvinnumanna í kappakstri.
Keppnin fór fram í Florianopolis í Brasilíu og var kennd við Felipe Massa, ökuþór Ferrari. Schumacher hóf fyrri kappaksturinn í fjórða sæti og var orðinn fyrstur eftir tvo hringi. Forystuna lét hann ekki af hendi og sigraði.
Það þýddi að hann varð að hefja seinni kappaksturinn í áttunda sæti, þ.e. keppt var með sama fyrirkomulagi og í GP2-mótunum. Átta fyrstu menn í fyrra mótinu hófu því seinni keppnina í öfugri röð, þ.e. áttundi maður fremstur, sjöundi í öðru sæti o.s.frv.
Þetta virtist ekki vinna gegn Schumacher því brátt var hann kominn í þriðja sæti og átti í rimmu við Thiago Camilo er kartan missti afl og varð bremsulaus. Varð hann að gefa eftir og einbeita sér að því að ljúka. Við þetta féll hann niður í sjötta sæti.
Þrátt fyrir það dugði sigur í fyrri kappakstrinum og sjötta sæti í þeim seinni til sigurs í samanlagðri keppninni. Hlaut hann tveimur stigum fleira en Luciano Burti, fyrrverandi ökuþór Jagúar í formúlu-1, og þriðji varð Lucas di Grassi, tveimur stigum þar á eftir.
Massa fór með sigur af hólmi í mótinu fyrir ári en varð aðeins fimmti nú. Sagðist engu að síður ánægður með daginn, enda styrkleiki keppninnar mun meiri en í fyrra.
Schumacher sagðist myndu glaður mæta að ári. Massa tók hann á orðinu og bauð honum samstundis til mótsins 2008. Heimsmeistarinn fyrrverandi var jafn snar að þiggja boðið og sagðist myndu verja titil sinn frá í gær.
Niðurstaða keppnanna tveggja og stigastaðan varð sem hér segir:
Keppni 1:
Röð | Ökuþór | Tími |
---|---|---|
1. | Michael Schumacher | 21:59.406 |
2. | Nelsinho Piquet | +5.687 |
3. | Luciano Burti | +5.737 |
4. | Rubens Barrichello | +8.147 |
5. | Lucas Di Grassi | +8.218 |
6. | Marcos Gomes | +9.090 |
7. | Felipe Massa | +16.328 |
8. | Thiago Camilo | +16.548 |
9. | Ricardo Zonta | +18.736 |
10. | Tony Kanaan | +19.107 |
11. | Enrique Bernoldi | +22.220 |
12. | Vitor Meira | +22.616 |
13. | Ricardo Mauricio | +29.499 |
14. | Caca Bueno | +34.065 |
15. | Popo Bueno | +34.252 |
16. | Tarso Marques | +36.523 |
17. | Roberto Pupo Moreno | +36.703 |
18. | Xandinho Negrao | + 1 hri. |
19. | Gil de Ferran | + 1 hri. |
20. | Antonio Pizzonia | + 10 hri. |
21. | Felipe Giaffone | + 10 hri. |
22. | Rodrigo Sperafico | + 12 hri. |
23. | Alexandre Barros | + 31 hri. |
Röð | Ökuþór | Tími |
---|---|---|
1. | Lucas Di Grassi | 22:12.328 |
2. | Luciano Burti | +3.506 |
3. | Felipe Massa | +4.579 |
4. | Rubens Barrichello | +4.775 |
5. | Marcos Gomes | +6.674 |
6. | Michael Schumacher | +7.087 |
7. | Felipe Giaffone | +7.273 |
8. | Antonio Pizzonia | +11.157 |
9. | Tony Kanaan | +16.198 |
10. | Vitor Meira | +21.943 |
11. | Enrique Bernoldi | +23.248 |
12. | Rodrigo Sperafico | +24.042 |
13. | Ricardo Zonta | +29.616 |
14. | Roberto Pupo Moreno | +30.973 |
15. | Luca Badoer | +31.273 |
16. | Popo Bueno | +31.416 |
17. | Nelsinho Piquet | + 1 hri. |
18. | Ricardo Mauricio | + 1 hri. |
19. | Tarso Marques | + 1 hri. |
20. | Thiago Camilo | + 2 hri. |
21. | Caca Bueno | + 12 hri. |
22. | Alexandre Barros | + 13 hri. |
23. | Gil de Ferran | + 14 hri. |
24. | Xandinho Negrao | + 23 hri. |
Röð | Ökuþór | Stig |
---|---|---|
1. | Michael Schumacher | 35 |
2. | Luciano Burti | 33 |
3. | Lucas di Grassi | 31 |
4. | Rubens Barrichello | 26 |
5. | Felipe Massa | 24 |
6. | Marcos Gomes | 21 |
7. | Nelson Piquet | 20 |
8. | Tony Kanaan | 13 |
9. | Ricardo Zonta | 12 |
9. | Enrique Bernoldi | 12 |
9. | Vitor Meira | 12 |
12. | Felipe Giaffone | 9 |
13. | Thiago Camilo | 8 |
13. | Antonio Pizzonia | 8 |
15. | Ricardo Sperafico | 4 |
16. | Ricardo Maurício | 3 |
17. | Caca Bueno | 2 |
17. | Roberto Pupo Moreno | 2 |
19. | Popo Bueno | 1 |