Schumacher óstöðvandi

Schumacher fremstur í flokki í körtumótinu í Brasilíu.
Schumacher fremstur í flokki í körtumótinu í Brasilíu. ap

Ekk­ert hæg­ist á Michael Schumacher þótt hætt­ur sé al­vöru kapp­akstri því í gær fór hann með sig­ur af hólmi í góðgerðarkeppni á kört­um í Bras­il­íu. Þar atti hann kappi við rúma tvo tugi at­vinnu­manna í kapp­akstri.

Keppn­in fór fram í Florianopol­is í Bras­il­íu og var kennd við Felipe Massa, ökuþór Ferr­ari. Schumacher hóf fyrri kapp­akst­ur­inn í fjórða sæti og var orðinn fyrst­ur eft­ir tvo hringi. For­yst­una lét hann ekki af hendi og sigraði.

Það þýddi að hann varð að hefja seinni kapp­akst­ur­inn í átt­unda sæti, þ.e. keppt var með sama fyr­ir­komu­lagi og í GP2-mót­un­um. Átta fyrstu menn í fyrra mót­inu hófu því seinni keppn­ina í öf­ugri röð, þ.e. átt­undi maður fremst­ur, sjö­undi í öðru sæti o.s.frv.

Þetta virt­ist ekki vinna gegn Schumacher því brátt var hann kom­inn í þriðja sæti og átti í rimmu við Thiago Cami­lo er kart­an missti afl og varð bremsu­laus. Varð hann að gefa eft­ir og ein­beita sér að því að ljúka. Við þetta féll hann niður í sjötta sæti.

Þrátt fyr­ir það dugði sig­ur í fyrri kapp­akstr­in­um og sjötta sæti í þeim seinni til sig­urs í sam­an­lagðri keppn­inni. Hlaut hann tveim­ur stig­um fleira en Luciano Burti, fyrr­ver­andi ökuþór Jag­ú­ar í formúlu-1, og þriðji varð Lucas di Grassi, tveim­ur stig­um þar á eft­ir.

Massa fór með sig­ur af hólmi í mót­inu fyr­ir ári en varð aðeins fimmti nú. Sagðist engu að síður ánægður með dag­inn, enda styrk­leiki keppn­inn­ar mun meiri en í fyrra.

Schumacher sagðist myndu glaður mæta að ári. Massa tók hann á orðinu og bauð hon­um sam­stund­is til móts­ins 2008. Heims­meist­ar­inn fyrr­ver­andi var jafn snar að þiggja boðið og sagðist myndu verja titil sinn frá í gær.

Niðurstaða keppn­anna tveggja og stig­astaðan varð sem hér seg­ir:

Keppni 1:

Röð Ökuþór Tími
1. Michael Schumacher 21:59.406
2. Nels­in­ho Piqu­et +5.687
3. Luciano Burti +5.737
4. Ru­bens Barrichello +8.147
5. Lucas Di Grassi +8.218
6. Marcos Gomes +9.090
7. Felipe Massa +16.328
8. Thiago Cami­lo +16.548
9. Ricar­do Zonta +18.736
10. Tony Kana­an +19.107
11. Enrique Bernoldi +22.220
12. Vitor Meira +22.616
13. Ricar­do Mauricio +29.499
14. Caca Bu­eno +34.065
15. Popo Bu­eno +34.252
16. Tar­so Marqu­es +36.523
17. Roberto Pupo Mor­eno +36.703
18. Xand­in­ho Negrao + 1 hri.
19. Gil de Ferr­an + 1 hri.
20. Ant­onio Pizzonia + 10 hri.
21. Felipe Giaffo­ne + 10 hri.
22. Rodrigo Sperafico + 12 hri.
23. Al­ex­andre Barros + 31 hri.
Keppni 2:
Röð Ökuþór Tími
1. Lucas Di Grassi 22:12.328
2. Luciano Burti +3.506
3. Felipe Massa +4.579
4. Ru­bens Barrichello +4.775
5. Marcos Gomes +6.674
6. Michael Schumacher +7.087
7. Felipe Giaffo­ne +7.273
8. Ant­onio Pizzonia +11.157
9. Tony Kana­an +16.198
10. Vitor Meira +21.943
11. Enrique Bernoldi +23.248
12. Rodrigo Sperafico +24.042
13. Ricar­do Zonta +29.616
14. Roberto Pupo Mor­eno +30.973
15. Luca Badoer +31.273
16. Popo Bu­eno +31.416
17. Nels­in­ho Piqu­et + 1 hri.
18. Ricar­do Mauricio + 1 hri.
19. Tar­so Marqu­es + 1 hri.
20. Thiago Cami­lo + 2 hri.
21. Caca Bu­eno + 12 hri.
22. Al­ex­andre Barros + 13 hri.
23. Gil de Ferr­an + 14 hri.
24. Xand­in­ho Negrao + 23 hri.
Lokastaðan:
Röð Ökuþór Stig
1. Michael Schumacher 35
2. Luciano Burti 33
3. Lucas di Grassi 31
4. Ru­bens Barrichello 26
5. Felipe Massa 24
6. Marcos Gomes 21
7. Nel­son Piqu­et 20
8. Tony Kana­an 13
9. Ricar­do Zonta 12
9. Enrique Bernoldi 12
9. Vitor Meira 12
12. Felipe Giaffo­ne 9
13. Thiago Cami­lo 8
13. Ant­onio Pizzonia 8
15. Ricar­do Sperafico 4
16. Ricar­do Maurício 3
17. Caca Bu­eno 2
17. Roberto Pupo Mor­eno 2
19. Popo Bu­eno 1
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka