Schumacher óstöðvandi

Schumacher fremstur í flokki í körtumótinu í Brasilíu.
Schumacher fremstur í flokki í körtumótinu í Brasilíu. ap

Ekkert hægist á Michael Schumacher þótt hættur sé alvöru kappakstri því í gær fór hann með sigur af hólmi í góðgerðarkeppni á körtum í Brasilíu. Þar atti hann kappi við rúma tvo tugi atvinnumanna í kappakstri.

Keppnin fór fram í Florianopolis í Brasilíu og var kennd við Felipe Massa, ökuþór Ferrari. Schumacher hóf fyrri kappaksturinn í fjórða sæti og var orðinn fyrstur eftir tvo hringi. Forystuna lét hann ekki af hendi og sigraði.

Það þýddi að hann varð að hefja seinni kappaksturinn í áttunda sæti, þ.e. keppt var með sama fyrirkomulagi og í GP2-mótunum. Átta fyrstu menn í fyrra mótinu hófu því seinni keppnina í öfugri röð, þ.e. áttundi maður fremstur, sjöundi í öðru sæti o.s.frv.

Þetta virtist ekki vinna gegn Schumacher því brátt var hann kominn í þriðja sæti og átti í rimmu við Thiago Camilo er kartan missti afl og varð bremsulaus. Varð hann að gefa eftir og einbeita sér að því að ljúka. Við þetta féll hann niður í sjötta sæti.

Þrátt fyrir það dugði sigur í fyrri kappakstrinum og sjötta sæti í þeim seinni til sigurs í samanlagðri keppninni. Hlaut hann tveimur stigum fleira en Luciano Burti, fyrrverandi ökuþór Jagúar í formúlu-1, og þriðji varð Lucas di Grassi, tveimur stigum þar á eftir.

Massa fór með sigur af hólmi í mótinu fyrir ári en varð aðeins fimmti nú. Sagðist engu að síður ánægður með daginn, enda styrkleiki keppninnar mun meiri en í fyrra.

Schumacher sagðist myndu glaður mæta að ári. Massa tók hann á orðinu og bauð honum samstundis til mótsins 2008. Heimsmeistarinn fyrrverandi var jafn snar að þiggja boðið og sagðist myndu verja titil sinn frá í gær.

Niðurstaða keppnanna tveggja og stigastaðan varð sem hér segir:

Keppni 1:

Röð Ökuþór Tími
1. Michael Schumacher 21:59.406
2. Nelsinho Piquet +5.687
3. Luciano Burti +5.737
4. Rubens Barrichello +8.147
5. Lucas Di Grassi +8.218
6. Marcos Gomes +9.090
7. Felipe Massa +16.328
8. Thiago Camilo +16.548
9. Ricardo Zonta +18.736
10. Tony Kanaan +19.107
11. Enrique Bernoldi +22.220
12. Vitor Meira +22.616
13. Ricardo Mauricio +29.499
14. Caca Bueno +34.065
15. Popo Bueno +34.252
16. Tarso Marques +36.523
17. Roberto Pupo Moreno +36.703
18. Xandinho Negrao + 1 hri.
19. Gil de Ferran + 1 hri.
20. Antonio Pizzonia + 10 hri.
21. Felipe Giaffone + 10 hri.
22. Rodrigo Sperafico + 12 hri.
23. Alexandre Barros + 31 hri.
Keppni 2:
Röð Ökuþór Tími
1. Lucas Di Grassi 22:12.328
2. Luciano Burti +3.506
3. Felipe Massa +4.579
4. Rubens Barrichello +4.775
5. Marcos Gomes +6.674
6. Michael Schumacher +7.087
7. Felipe Giaffone +7.273
8. Antonio Pizzonia +11.157
9. Tony Kanaan +16.198
10. Vitor Meira +21.943
11. Enrique Bernoldi +23.248
12. Rodrigo Sperafico +24.042
13. Ricardo Zonta +29.616
14. Roberto Pupo Moreno +30.973
15. Luca Badoer +31.273
16. Popo Bueno +31.416
17. Nelsinho Piquet + 1 hri.
18. Ricardo Mauricio + 1 hri.
19. Tarso Marques + 1 hri.
20. Thiago Camilo + 2 hri.
21. Caca Bueno + 12 hri.
22. Alexandre Barros + 13 hri.
23. Gil de Ferran + 14 hri.
24. Xandinho Negrao + 23 hri.
Lokastaðan:
Röð Ökuþór Stig
1. Michael Schumacher 35
2. Luciano Burti 33
3. Lucas di Grassi 31
4. Rubens Barrichello 26
5. Felipe Massa 24
6. Marcos Gomes 21
7. Nelson Piquet 20
8. Tony Kanaan 13
9. Ricardo Zonta 12
9. Enrique Bernoldi 12
9. Vitor Meira 12
12. Felipe Giaffone 9
13. Thiago Camilo 8
13. Antonio Pizzonia 8
15. Ricardo Sperafico 4
16. Ricardo Maurício 3
17. Caca Bueno 2
17. Roberto Pupo Moreno 2
19. Popo Bueno 1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert